Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 38

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 38
3G L E I F T U R fánum skreyttur í tilefni af brúðkaupinu. Skipstjóri var einn af boðsgestunum. Þess má geta hér um leið, að skipshöfnin aðstoðaði við björgun úr brunanum, og lánuð voru slökkvitól af skipinu, og í Hótel Reykjavílc kom eldurinn upp. Stutlu eftir að sjónhvarfið varð á þessum fjórum mönnum, gekk eg enn einu sinni fram á bryggjuna. Eg vildi horfa á skreytta skipið. En þá var það að mestu horfið i reyk eða þoku. Gegnum þessa móðu sá eg glóra í skipsskrokkinn, en alt á þilfari var að mestu eða öllu horfið og það vel upp á mið möstur. A þilfarinu og upp af því var móðan líkust reyk. Svo smáskýrðist þetta, og masturtoppana og efstu ílöggin sá eg glögt. Eg leit svo til annara skipa til að reyna sjónina, en þau sá eg öll með eðlilegum hætti. Eg reyndi þelta nokkrum sinnum og fór á sömu leið. Sjónhvarfið á »Geir« mun hafa varað um 2 mínútur. En eigi gætti eg þess að líta á úrið. Eg spurði ósjálfrátt sjálfan mig, hvort »Geir« myndi bráðlega farast. Við þetta alt mögnuðust ónotin enn meir, og var þó ekki á bætandi, en þau voru yfir mér hátt á aðra stundu. Var eg þá stöðugt staddur á brunasvæðinu eða rélt við það. Nú er 1. des. 1915. »Geir« hefir elcki hlekst á og gamli Tryggvi lifir enn, þrált fyrir sjónhvarfið. Sjónhvarf er því ekki ætíð feigðarboði. EÍdurinn fór samt eigi fram hjá Tryggva og tilfinn- ingum hans. Hann kom i framkvæmd byggingu Lands- bankahússins, og vandaði mjög til þess. Þar vann liann árum sarnan, og lagði sina alþektu rækt við þau tré og blórn, sem hann hafði gróðurselt og alið upp i garði bankahússins. Einnig lánaði hann nokkuð af hús- blómum sínum til að skreyta veizlusalinn í Hótel Reykjavík kveldið fyrir brunann. Eitt af þeim var 12 ára gamalt. Allir, sem þekkja Tryggva, vita, hve elskur bann er að trjárn og jurturn, er hann hefir lengi ræktað.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.