Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 10
8
L E I F T U R
er rétt fyrir augum þeirra, þótt í björtu sé. Eg minnist
þess eigi, að eg hafi séð nokkuð skrásetl um þessi
fyrirbrigði. En þó eru þau til. Hefir það komist inn í
þjóðtrúna, að sá, er hyrfi á þenna hátt sjónum annara,
væri feigur. Þó er það alls eigi einhlítt að svo sé. Það
er að eins einu sinni, að þetta hefir borið fyrir mig, og
boðaði það eigi feigð. Hvort það hefir verið fyrirboði
annars læt eg ósagt, þótt mér þyki það eigi ólíklegt,
þegar eg lít til þess ástands, er hugur minn var í, þegar
sjónhvörfin ui'ðu. Eg segi frá því síðar í frásögninni:
»Kveldið fyrir brunann mikla í Reykjavik nóttina 25. apríl
1915«. Og með tleiri sögnum verður siðar gerð ná-
kvæmari grein fyrir þessu. Ef einhverjir hefðu ábyggileg-
ar sagnir um sjónhvarf, væri mér mjög kært að fá þær.
Gagnstætt sjónhvaríi er það, sem nefna mætti sýnir.
Þegar þær bera við, sézt það, sem eigi er raunveru-
legt á þeim stað, er sýnin ber fyrir. Hefir þjóðtrúin
fært það undir feigðarboða, en langt er frá því að það
sé ætíð rétt. Qft er að ræða um einfalda fyrirboða, eða
þá tvífara, ef til eru.
Loks má geta þess, að nú er »spíritismi« að verða að
nýrri og sérstakri fræðigrein. Þó að andatrú og ýms
önnur dulrænistrú sé jafngömul mannkyninu, þá er
það þó ekki fyr en á 2 síðustu mannsöldrum að slíkt hafi
verið tekið til visindalegra rannsókna. Mér væri því
mjög kært að fá góðar og vottfestar sagnir frá tilrauna-
fundum. Einnig sagnir um tvifara, svefngöngur, svefn-
töl, þungahvarf, sjónhvarf, ósjálfráða skrift, ljóðagerð
eða aðrar framkvæmdir í leiðslu. Enn fremur sagnir
um hugskeyti, hugboð, ratvísi, fyrirboða, aðsóknir, svip-
sýnir, forspár og yfirleitt alt, sem dulrænt er, meðan
það verður eigi skilið sem eðlilegur atburður út frá
núverandi þekkingarstigi. Treysti eg, að mér og ritinu
verði sýnd sú velvild að sendar verði lil min góðar
sagnir um þessi efni með lullu nafni þess er sendir, og
að til allra heimilda sé vandað svo vel sem unl er.
Eigi þarf að setja fyrir sig, þótt áfátt kunni að vera