Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 49

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 49
L E'I F T U R 47 Sokkurinn. Síðast í des. 1914 lét Munda plögg út til þerris. Yeður var nijög hvast. Þegar plöggin voru tekin inn, vantaði sokk af Jóni föstursyni okkar hjóna. Leitað var að honum kringum bæinn og þar, sem líklegast þótti, en árangurslaust. Næstu nótt á eftir var Munda á danz- skemtun og vakti alla nóttina. Næsta kveld á eftir var hún því venju fremur þreytt og syfjuð. Stuttu eftir að hún var sofnuð, segir hún: »Gunna mín! Sæktu fyrir mig sokkinn af honum Nonna litla. Mamma þín er svo ergileg, sem von er, yfir því að missa nýjan sokk. Gerðu það, Gunna mín. Sæktu hann«. Svo itrekaði Munda þetta aftur, og með fleiri orðum, alveg eins og í vöku hefði verið. Ingibjörg sjrstir mín, sem heyrði á þetta, segir við Guðrúnu dóttur mína: »Spurðu hana eftir sokknum«. Guðrún gerir það og þá segir Munda: »Hann er niður hjá bátunum. Ekki samt hjá stóra bátnum, og ekki skektunni, sem hvolfir, heldur rétt undir hliðinni á hinni skektunni«. Morguninn eftir fór Guðrún niður að bátunum og fann sokkinn nákvæmlega á sama stað og Munda sagði til hans. Gleraugun. í síðastliðnum septembermánuði týndust gleraugun min. Var þeirra mikið leitað og fundust þau ekki. Eg hafði farið til kirkju rétt áður en eg saknaði gleraugn- anna. Hélt eg þvi helzt, þegar öll leit reyndist árang- urslaus, að eg hefði gleymt þeim á kirkjustaðnum. Rétt eftir þetta fór Munda vestur á Hellissand, lil að heimsækja foreldra sína. Var hún í þeirri ferð um þrjár vikur. Þegar hún kom heim segi eg við hana:

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.