Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 40
38
LEIFTUR
Eg heyrði að eins fyrsta og síðasta versið af sálmin-
um. Voru þau sungin hægt og mjög angurblítt. Þegar
eg heyrði sönginn, inti eg stúlkuna, er hjá mér sat,
eftir því, hvort hún heyrði nokkurn söng, en hún kvað
nei við því. Þegar söngurinn byrjaði leit eg á klukkuna.
Var hún þá 12 og 35 mín. e. m. Mér þótti einkennilegt
með sönginn og sagði heimilisfólkinu þegar frá honum.
Grófst eg svo fyrir um það, hvort það hefði nokkuð
sungið. Það kvað nei við því, og kvaðst engan söng
hafa heyrt, sem eg raunar vissi fyrir.
Þegar faðir minn kom heim um kveldið, spurði eg
hann, hvort messað hefði verið, og hvaða sálmar hefðu
verið sungnir. Hann sagði að messað hefði verið, og
móti allri venju sinni hefði hann haft fyrir messuupp-
haf sálminn: »Ó, þá náð að eiga Jesúm«. Margt fólk
hefði verið við kirkjuna, margir tekið þátt í söngnum,
einkum þó af kvenfólkinu, og söngur farið vel fram.
Þegar messa byrjaði sagðist faðir minn hafa lilið á
klukkuna. Var hún þá 12 og 35 mín. e. m. Úrum okkar
bar nákvæmlega saman.
Eg bar sögu þessa undir Einar prófast Friðgeirsson
og íleiri á Borg, er um þetta vissu, og tjáðu þeir hana
rétta. Ritsíj.
Heyrnir.
/
,, /V vordagsmorgni —c*.
Sögn Jakobínu Hólmi'ríöar Sigurgeirsdóttur iirófastsfrúar á Horg.
Árið 1902 lá eg lengi og það oft fyrir dauðanum.
Sjúkdómurinn var nýrnaveiki. í legunni bar einu sinni
svo við, laust eflir háttatíma, að eg heyrði söng úti
fyrir. Orðaskil heyrði eg ekki, en þekti glögt að lagið