Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 30

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 30
28 L E I E T U R var niðri. Mér fer að verða ónotalegt við þetta, er eg hefi heyrt það tvívegis. Stuttu áður hafði eg gengið út, lil þess að vitja um þvott, og leit eg þá inn til manns- ins og sá að hann var háttaður og var að lesa í bók. Ætlaði eg mér að ganga niður til hans og vita, hvort hann hefði orðið nokkurs var. Þegar eg kom fram úr eldhúsinu sá eg manninn minn, Hreggvið verzlunar- stjóra Þorsteinsson, standa í næstefstu riminni í stig- anum. Stóð hann þar í vanalega yfirfrakkanum sínum með hendurnar í vösunum á honum, og horfði heint fram undan sér. Eg sá hann mjög glögt og var hann að útliti eins og hann átli að sér að vera. Hann sneri beint fram í stiganum og varð eg að renna mér á rönd niður með handfanginu lil að komast fram hjá honum. Eg sá hann ljóslega meðan eg fór fram hjá honum og niður stigann. En þegar eg ætlaði inn í herbergið heyrði eg að maðurinn, sem þar var, hraut hátt. Eg hikaði þvi við að fax-a inn og leit upp í stigann. En þá var sýnin horfin. Þegar þetta bar að var maðurinn minn staddur i Reykjavík til lækninga. Eg var því mjög hrædd um að eitthvað séi'stakt væri að honum eða veikin að ágerast. Næsta morgun símtalaði hann til mín frá Reykjavík til Ólafsvíkur. Sagði hann þá að liann væri orðinn svo frískur, að hann mætti fara heim, nær sem ferð felli. Ekki mundi Hreggviður eftir að hann hefði hugsað neitt sérstaklega stex’kara heim þetta kveld en endra- næi', en þó er það sennilegt, af því að hann einsetti sér, þá um kveldið, að símtala heim til mín næsta morgun og láta mig vita, að nú síðdegis hefði læknii'- inn sagt að hann myndi ferðafær, nær sem ferð félli.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.