Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 34

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 34
32 L E I F T U R Sjónhvarí. Moldarhrúgan. Sögn Guðnýjar húsfreyju Níelsdóttur á Valshamri. Henni sagði móðir hennar, Sigriður Sveinsdóttir prests Níelssonar. En Sig- ríði sagði fóstra hennar og móðursystir, Kristrún Jónsdóttir prests á Grenjaðarstað, fremur en Hildur systir Kristrúnar. Það mun hafa verið í tið þeirra s)rstra, að hjón átli að gefa saman á Grenjaðarstað. Tvær konur sátu bar í stol'u ásamt brúðurinni, sem þær höfðu nýskautað. Brúðurin sat í miðið. Þá kom merkiskona inn til þeirra, er Þorbjörg hét. Hún gekk til kvennanna og heilsaði þeim, en fór fram hjá brúðurinni. Rétt á eftir spyr önnur konan Þorbjörgu, með leynd, hvers vegna hún hafi eigi heilsað brúðurinni um leið og þeim. »Eg sá eklci nema ykkur tvær«. »Hún sat þó á millum okkar«. »Þar sá eg eklcert nema dálitla moldarhrúgu, en þegar eg leit síðar við, sá eg brúðurina, og heilsaði henni þá. Mánuði síðar dó unga konan. Uuðný Jónsdóttir liverfur móöur sinni. Sögn Guönýjar húsfreyju Nielsdóttur á Valshamri. Jón prestur Jónsson og Þorgerður Runólfsdótlir á Grenjaðarstað voru foreldrar Guðnýjar, er giftist Sveini presti Níelssyni, Kristrúnar, er giftist Hallgrími presti Jónssyni á Hólmum, og Hildar Johnsen í Húsavík, síðar i Kaupmannahöfn. Sumarið 1835 bar svo við, að þær systur voru allar staddar á Grenjaðarstað hjá foreldrum sínum. Eilt sinn voru þær á göngu úti á túni. Þorgerður stóð á hlaði, og horfði á dætur sínar. Sá hún þá alt í einu, að sú,

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.