Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 39

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 39
L E I F T U R 37 Alþingisgarðurinn, og alúð hans við hann, ber órækast vitni um það, hve blómelskur hann er. Það var Landsbankahúsið og blómin hans Tryggva, sem feigðin kallaði að kveldið fyrir brunann, en ekki liann sjálfur. En hann hefir hlotið að linna til. Það skal tekið fram að eg hafði alls ekkert hugboð um brunann, og sá ekkert einkennilegt við húsin, er brunnu. Að öllu leyti var það óráðin skelfing, sem yfir mér hvildi, og sjónhvörfin óskiljanleg, að minsta kosti á undan brunanum. En var nú þetta alt fyrirboði brunans og mannskað- ans, sem af honum leiddi næstu nótt á eftir, eða var það bláber vitleysa í mér? Ritstj. Fjarheyrn. „O, þá náð að eiga Jesúm44. Sögn Porláks stud. art. Einarssonar að Borg á Mýrum. Það var sunnudag einn í febrúarmánuði árið 1911. Eg sat ásamt einni heimilis-stúlku í herbergi á heimili minu, Borg á Mýrum. Faðir minn hafði um morguninn farið niður að út- kirkjunni Alftanesi til að messa þar. Vegalengd þangað frá Borg er um 30 ltm. Við stúlkan vorum mikið að tala um Alftanes, livort þar yrði messað, hvernig söngurinn yrði o. s. frv. Þegar við höfðum rælt þetta um stund, tókum við dagblöð og fórum að lesa í þeim. Þegar eg hafði lesið um stund, heyrði eg einhvern óm. Við nánari athugun heyrði eg að það var lagið: »Ó, þá náð að eiga Jesúm«. Sungið var af mörgu fólki. Ein rödd var þó langfegurst. Heyrðist mér það kvenmannsrödd.

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.