Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 8
2
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
er orðin, nægir að minna á, að liún fer sigurför um
flest lönd og verður öflugri og víðtækari með ári hverju.
Ekki er látið nægja að stefna að því, að sem bezt sam-
vinna takist milli kirkjuflokka og kirkjufélaga hvers
lands, heldur er reynt að ná langt út fyrir takmörk þjóð-
ernis og kynflokka, og eru straumarnir þar tveir, ann-
ar sá, er beinist að sameiningu allra þeirra, er teljast
til sömu kirkjudeildar, hvar sem er á hnettinum, en hinn
vill ná yfir allan kristinn heim og sameina öll kirkju-
félög' -— i hvaða álfu sem þau eru og til livaða kirkju-
deildar sem teljast — í eitt kristið hræðrafélag.
Má þvi segja, að einingarstarfsemi nútímans sé sam-
an ofin úr þremur þáttum, en þeir eru þessir: *) Sam-
vinna kirkjufélaga í sama landi, 2) kirkjuleg samvinna
innan sömu kirkjudeildar, og 3) kirkjulegur alheims-
félagsskapur. En ætlast er til, að allir þessir þættir
tvinnist saman og styrki liið sameiginlega einingar-
band.
Ef litið er á hverja af þessum þremur tegundum
einingarfélagsskapar, og spurt um, hvað þessum mál-
um sé komið áleiðis hverju fyrir sig, má einkum benda
á það, er hér segir:
Félagsskapnum innan sjálfra þjóðfélaganna er lengst
komið í enska lieiminum, sérstaklega á Englandi og
Skotlandi og í Bandaríkjum Norður-Ameriku. Enda mun
hvergi hafa verið meiri þörfin á samvinnu en þar,
vegna þess hve margar kirkjudeildir og sérflokkar eru
í þessum löndum. Er sýnilega mikill árangur orðinn
af einingarstarfseminnni í þessum löndum, bæði í beinni
sameiningu — t. d. þeirri, er gjörðist á Skotlandi i októ-
ber 1929, er fríkirkjurnar skozku og skozka þjóðkirkjan
gengu í handalag og gjörðust ein kirkja — og í
margvíslegri samvinnu milli hinna ólílcu kirkjufélaga
og nýjum skilningi á hinum mismunandi stefnum og
straumum innan kirkjudeildanna og aukinni virðingu
fyrir allri kristilegri starfsemi, þótt starfsaðferðir séu ó-