Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 129
Prestaféiagsritiö. Natlian Söderblom erkibiskup.
117
maður og tónskáld. Með Svíum hefir sá ágæti siður liald-
ist fram á þennan dag, að háskólakennarar í guðfræði
hefðu jafnframt kennaraembætti sínu prestlegt starf með
höndum, aðallega þó sem prédikarar, því að önnur
prestsleg störf í þessum prófessora-prestaköllum voru
falin aðstoðarprestum. Svo var og um Söderblom pró-
fessor, og fór snemma orð af lionum ekki síður i pré-
dikunarstólnum en i kennarastólnum. Prédikanir hans
voru næsta ólikar því, sem menn höfðu átt að venjast:
fjörugar, alþýðlegar og látlausar. Auk þess var öll altaris-
þjónusta hjá honum með afbrigðum aðlaðandi.
Árið 1912—14 dvaldist Söderblom i Leipzig til þess að
halda fyrirlestra í átrúnaðarsögu þar við háskólann.
Hafði Uppsalaháskóli „lánað“ Þjóðverjum hann i bili,
hvort sem það nú hefir stafað af því, að þá vantaði
mann, er þætti vel til þess falinn að kenna þau fræði við
Leipzigar-háskóla, eða það hefir verið gjört sem tilrau'n
til að koma á kennaraskiftum með háskólunum, sem
mun hafa verið eitt af alþjóðaáhugamálum Söderbloms.
Árin, sem Söderblom gegndi prófessorsstörfum í Upp-
sölum, voru sízt hvildartimi fyrir liann. Auk kenslustarfs-
ins og ýmissa krafna, sem staða hans við háskólann gjörði
til hans, og hluttöku hans í opinberum kirkjulegum fund-
arhöldum sem fyrirlestramanns, var hann sívinnandi og
lét hvert ritverkið reka annað. Yrði of langt að telja þau
öll upp hér. Merkast þeirra rita hans er um uppruna
guðs-trúarinnar („Gudstroens uppkomst“), er út kom
1914. Vakti það mikla og verðskuldaða eftirtekt meðal
lærðra manna og mun vafalaust lengi talið með beztu rit-
um um það efni, sem fram hafa komið. Áður liafði liann
m. a. samið og gefið út „Yfirht yfir hina almennu átrúnað-
arsögu“(„Öfversigt af almenna religionshistorien“ 1912),
hið ágætasta rit til fróðleiks og sérstaklega handhægt
þeim, er óska fræðslu um þau efni, en brestur skilyrði
til að færa sér í nyt stærri vísindaleg rit varðandi átrún-
aðarsöguna.