Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 143
Prestaféiagsrítið. Natlian Söderblom erkibiskup.
131
og gjörði sér far um að kynnast sem bezt, heldur fann
hann þau einnig i aðaltrúarbrögðum Austurálfunnar,
i Hindúa- og Búddha-trúarbrögðunum ekki siður en í
Múhameðstrúnni og Persatrúnni“. En þótt telja megi
Söderblom sérfræðing á umræddu sviði, þá fer þvi
fjarri, að hann gæfi sig ekki við öðrum greinum guð-
fræðinnar, eða hefði minni áhuga á þeim. Hann var
miklu fremur jafnvíg'ur á þær allar. En þegar hann lagði
sérstaka stund á átrúnaðarsöguna, þá gjörði liann það
til þess að geta því betur bent sjálfum sér og öðrum á
yfirburði kristnu trúarinnar, enda dró hann enga dul
á, að þvi hetur sem hann kyntist öðrum trúarbrögðum
og öðlaðist skilning á insta eðli þeirra, þvi dýrmæt-
ari hafi kristna trúin orðið honum og þvi sannfærð-
ari hafi hann orðið um einstakt ágæti hennar. En svo
ágætur guðfræðingur sem Söderblom var og stórlærð-
ur á allar greinar hennar, varð hann þó ekki til þess
að mynda neina sérstaka stefnu, sem við liann verði
kend á ókominni tið. Eins og andlegri mótun hans var
farið, gat ekkert verið fjarlægara huga hans en að
reyna að skapa fastmótað lærdómskerfi. Bæði var það,
að lionum gat ekki dulist, hve vorir timar eru nauða-
ómóttækilegir fyrir alt slikt, enda var engum kunnugra
um það en honum, hve skammlíf slík lærdómskerfi
reynast, svo sem kirkjusagan á öllum öldum vottar.
Þekking hans á trúarbragðasögunni, á hinum mörgu á-
trúnaðar-myndum og afbrigðum þeirra, þröngsýni og
barnaskap, hlaut að fæla hann frá öllu slíku. Hitt aft-
ur á móti fanst honum meiru skifta að leggja sér á
hjarta og láta sér þykja vænt um ýmisleg sannindi,
sem á vegi manns verða bæði utan kristninnar og inn-
an, og án alls tillits til allra játninga.
En þótt Söderblom væri tvimælalaust milcill visinda-
maður og litill vafi á, að það hafi verið mikið tjón fyr-
ir hina vísindalegu guðfræði, að hann var kjörinn erki-
biskup og með þvi loku fyrir það skotið, að hann gæti
*6