Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 61
54
Kristleifur Þorsteinsson:
PrestafélagsritiA.
margra á milli, áður en þær bárust til eyrna Gísla, liafa
þær því breytl myndum á ýmsa vegu og blandast slúðri.
Þegar séra Snorri kom að Húsafelli, var hann giftur
fyrir fáum árum. Kona lians var Hildur Jónsdóttir prests
Einarssonar í Aðalvík. Þau voru mjög misaldra og var
sagt, að hann hefði fermt bana eftir það bann kom í Aðal-
vík. Þegar þau komu að Húsafelli, komu þau þangað með
elzta son sinn, Jakob, ársgamlan. Vel undi Snorri prest-
ur á Húsafelli og tók ástfóstri við þá jörð, eins og hinir
fyrri prestar. Ekki var bann búsýslumaður að sama skapi,
sem bann var hagur og verkmikill, en komst þó sæmilega
af efnalega. Hafði liann mikla fjölskyldu, þegar fram liðu
stundir. Börn hans 7 náðu fullorðinsaldri, en einhver
dóu i æsku. Björn son sinn kostaði hann í skóla, og er
það' vottur um sæmilega afkomu á því tímabili, sem
móðuharðindin og afleiðingar þeirra dundu hér yfir.
Fyrir þau kynni, sem séra Snorri bafði af Hornstrend-
ingum, mynduðust miklar þjóðsagnir um það, að liann
Iiefði numið galdra þar vestra. Ekki munu þær sagnir hafa
mikið sannleiksgildi. Samt liefir hann að líkindum ekki
verið trúlaus á hindurvitni, enda átti sú trú marga fylgj-
endur á 18. öldinni. Þegar menn voru orðnir fulltrúa um
það, að þeir hefðu hóp á hælum sér af ýmsum slæðingi, þá
var ekki kyn þótt þeir flýðu á náðir þeirra manna, sem þeir
háru eilthvert traust til að gætu leyst þá fráþeim ófögnuði.
Var þá fáum treyst hetur í þeim efnum en Snorra presti
á Húsafelli. Leituðu því hugsjúkir menn á náðir hans, sem
voru orðnir værðarlausir af ótta við sendingar frá óvin-
um. Fengu þeir fulla hót meina sinna fyrir þau álirif, sem
liann hafði á þá. Lækningum hans var þá gefið það nafn,
að hann kvæði niður drauga, en nú á dögum mætti nefna
þær huglækningar. Þegar liinir sjúku menn þóttust vita
af vofum á gægjum liér og þar, flutti liann kvæði af
munni fram og vísaði hinum illu öndum á bug. Kallaði
liann þá alla helga krafta sér til fulltingis. Hefi ég séð