Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 39
Prestafélagsritið.
Lambéth-fundurinn 1930.
33
Af þessu leiði, hve áríðandi það sé, að menn öðlist
göfuga guðshugmynd. Og margt sé fagurt og göfugt í
hugmyndum hinna ýmsu trúarbragða um Guð. Öll hin
æðri trúarbrögð leggi þar áherzlu á veruleg atriði, er
sýni opinberun Guðs til allra þjóða. En göfugasta og
æðsta opinberun Guðs sé þó opinberunin í Kristi. Þar
sé hámark opinberunar Guðs og mælikvarðinn, sem
meta beri á alla aðra guðsopinberun. Kristur sé leið-
togi kristinna manna i þessum efnum sem öðrum, því
eigi að miða guðshugmynd vora við hann, við lunderni
hans, eins og það birtist í kenningu hans og líferni.
Þessvegna ríður á því, segja biskuparnir, að útrýma
öllu því úr guðshugmynd vorri, sem að einliverju leyti
er í ósamræmi við þennan æðsta mælikvarða vorn.
Kristnir menn verða að reka úr hugum sinum þær liug-
myndir um eðli Guðs, sem eru í ósamræmi við lund-
erni Jesú Krists, eins og vér kynnumst því af lýsingu
guðspjallanna i kenningu hans og liferni. Menn verða
i fylstu alvöru, að gjöra Krist að æðsta leiðtoga sín-
um í þessu. Öllu því er skyggir á rétta kristilega guðs-
hugmynd, ber að ryðja úr vegi, og sá timi er kominn,
að þá kröfu verður að gjöra til kristilegrar kirkju,
að liætt sé að lialda fram óþroskuðum og röngum hug-
myndum um guðdóminn. En því miður á slíkt sér
enn stað innan kirkjunnar. Telja biskuparnir í grein-
argjörð sinni aðalástæðuna til þess, að rangar hug-
myndir um Guð lialdist enn víða meðal kristinna
manna, vera misskilda lotningu fyrir Gamla-testament-
inu og algildi kenninga þeirra, er þar birtast. Þeir segja,
að þrátt fyrir þekkingu þá, sem menn hafi fyrir löngu
öðlast á uppruna hinna ýmsu rita Biblíunnar, gjöri þó
sumir engan mun á opinberunargildi ritanna, hvort sem
um Gamla- eða Nýja-testamentið sé að ræða. Og þrátt
fyrir þekkingu þá, sem vér höfum öðlast á þróunarsögu
trúarbragðanna, tali sumir enn á þá leið, að alt i Biblí-
3