Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 46
Prestaféiagsritið. S. P. S.i Aldarafm. St. Thor.
39
hann þá um haustið aðstoðarprestur til föður síns, séra
Sigurðar í Hraungerði, og fluttist þangað með konu
sinni Rannveigu, dóttur Sigurðar kaupmanns Sivertsens
í Reykjavík, er hann hafði gengið að eiga 1854. En í
Hraungerði varð séra Stefán fyrir þeirri sorg að missa
sina ágætu konu árið 1856. Festi hann þá eigi yndi þar
eystra, en dvaldist í Reykjavík veturinn 1856—1857.
Sumarið 1857 var honum veitt Kálfatjarnarprestakall,
og kvongaðist hann þá aftur Steinunni Sívertsen, systur
fyrri konu sinnar. Var hann prestur að Kálfatjörn í 29 ár,
til 1886, er hann varð að segja af sér sökum heilsuleysis.
Fluttist hann þá til Reykjavíkur og andaðist þar 26.
apríl 1892.
Séra Stefán reyndist hinn ágætasti prestur, var mjög
samvizkusamur í öllum embættisrekstri og áhugasam-
ur um alt það, er liann taldi að til bóta mætti verða.
Guðsþjónustuhald vandaði hann alt sem mest liann
mátti, og gat engum dulist, sem verið hafði i kirkju hjá
honum, að þar var einlægur trúmaður, næmur tilfinn-
ingamaður, og vandlátur maður, bæði við sjálfan sig
og aðra. Kennimaður þótti hann hinn skemtilegasti og
skörulegasti, enda framburður lians ágætur. En altaris-
þjónusta hans var með þeim afbrigðum, að ógleyman-
leg varð fjölda manna. Þó var ekkert eins hrífandi og
að heyra liann tóna innsetningarorðin við altarisgöngu.
Viðkvæmni sú og angurblíða, sem þá kom fram lijá
honum, mun ekki hafa látið marga ósnortna, er í kirkj-
unni voru. Hann gjörði einnig alt til að bæta kirkju-
sönginn, enda var hann söngfróður ekki síður en söng-
elskur. Kendi liann sjálfur söng ungum mönnum og
gekst fyrir því, að liljóðfæri var útvegað til kirkjunnar.
Kirkjuna á Kálfaljörn bygði liann upp árið 1863 og
þótti hún bera af öðrum kirkjum þar í sýslunni.
Þá var hann einnig áhugamaður hinn mesti um öll
fræðslumál. Kom liann á fót barnaskóla fyrir Vatnsleysu-
strandarhrepp, en slíkt var ekki fyrirhafnarlaust á