Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 161
Prestafélagsritiö.
Trú og játning.
149
„Hugann grunar,
hjartaíS finnur lögin“.
Svona trú vanhagar því íslenzka kirkju ekkert sér-
staklega um.
Ef því talað er um trú á þá lund, að lagt sé í hugtak-
ið það, sem einkendi trú Krists, þá er það rétt og gott.
Sé það hins vegar hinn skilningurinn, sem mótar trú-
arhugtakið, er það enginn gróði.
Þegar ég tala því hér um trú, þá á ég við trú Krists,
og það er hún, sem ég treysti til þess að gjöra íslenzku
kirkjuna að göfugri, starfandi, víðsýnni menningar-
stofnun, er setji svip sinn á hin ófæddu þúsund ár ís-
lands, svo að þjóðkirkja íslands þekkist við næstu þús-
und ára mót af sinum góðu og menningarlegu ávöxt-
um í íslenzku þjóðlífi.
Þar sem ég hefi nú í fám dráttum dregið fram ein-
kenni trúar Krists, er næst hendi að athuga játningu
hans og afstöðu hennar til trúar hans.
Kenning hans var innblásin af trú hans og þeirri ein-
stæðu þekkingu hans á andlegum hlutum, sem trúar-
hæfileiki hans og innsýnisgáfa hans var honum lykill
að. Markmið kenningar hans — játningar hans — var að
lyfta mannlífinu hærra, göfga það og bæta. Hann þekti
Guð og ríki hans. Aðalmarkmið kenningar hans var því
að opna augu manna fyrir þessum veruleika guðsrík-
isins og stilla strengi mannlegs anda og hjarta á þá
lund, að það skildist sem veruleiki. Fyrir því þurfti
hann oft að fá mennina til að nema staðar í hraðfleygi
lífsins og gefa guðsríkinu gaum; stundum þurfti liann að
fá þá til að snúa við til þess að koma auga á það. En guðs-
ríkið var takmarkið, og leiðin þangað varð ekki greið-
ari, þótt menn ávörpuðu hann: Herra, herra! Leiðin
inn í það ríki var fólgin í því að gjöra vilja Guðs. Sið-
ræn þróun var skilyrðið, þróun, er studdist og efldist
við trúarlegt samfélag við hinn kærleiksrika og góða