Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 91
82
Æfiágrip Sig. P. Sívertsens. Prestafélagsritið.
ég fyrstu trúaráhrifin á bernskuheimili mínu Höfn í
Melasveit í Borgarfjarðarsýslu. Hún reyndist mér göfug
og góð móðir, er umvafði mig þeirri ást, er aldrei brást,
og hjá lienni félck ég að sjá kærleiksþjónustu á háu
stigi, bæði gagnvart heimafólki, hinum mörgu gestum,
er að garði har, og öðrum, er hún náði til, og kynnast
þreki trúarinnar til að bera erfiðleika og sorgir lífsins.
Tiu ára gamall fór ég að Kálfatjörn á Vatnsleysu-
strönd til sálmaskáldsins séra Stefáns Thorarensens og
konu lians, föðursystur minnar, og dvaldi þar 4 næstu
vetur, en heima á sumrin. Þar kyntist ég hinu ágæt-
asta prestsheimili og varð einnig fyrir trúará'uril'um, sem
mótuðu huga minn og eru mér ávalt ógleymanleg síðan.
Sérstaklega minnist ég þess, live viðkvæmur séra Stefán
oft var, er hann flutti prédikanir sínar, og hversu til-
finningar hans birtust i hinu yndislega tóni hans. Þykist
ég aldrei, hvorki innanlands né utan, hafa heyrt jafn
tilkomumikla og áhrifaríka altarisþjónustu, einkum þeg-
ar hann tónaði innsetningarorð kvöldmáltiðarinnar.
Hjarta mitt komst oft við í kirkju hjá honum.
Þá verð ég enn að minnast þriðja heimilisins. Það var
prestsheimilið á Gilsbakka, þar sem ég lærði einn vetur
undir skóla og dvaldi oft síðar í heimsókn hjá séra Magn-
úsi Andréssyni prófasti og konu hans, systur minni. Þar
kyntist ég liinum fegurstu heimihsháttum og varð fyrir
djúptækum áhrifum frá spekingnum trúaða og lærða.
Margra annara ágætra manna hlýt ég ávalt að minn-
ast með þakklæti, bæði þeirra, er voru mér vel á náms-
braut minni hér heima og erlendis, og þeirra, sem urðu
samverkamenn mínir á kandídatsárum mínum hér í
Reykjavík, sérstaklega þeirra, sem ásamt mér stóðu fyr-
ir barnaguðsþjónustum þeim, sem haldnar voru hér í
bænum hvern sunnudag 7—9 vetrarmánuðina þau 3 ár,
sem ég dvaldi hér sem kandídat og stundaði kenslustörf.
Á 30. aldursári byrjaði ég prestskap minn á Útskálum,