Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 167
Prestaféiagsritið. Þ. Þ.: Andleg búliyggindi.
155
sem hnjóðsyrði í garð íslenzkra presta eða last um ræður
þeirra, það er ekki von á þeim betri en þær eru, og áhuga
og einlægni í prestsstarfinu má ekki dæma eftir ræðum
prestsins. Góður prestur þarf ekki að vera góður ræðu-
maður, og góður ræðumaður þarf ekki að vera góður
prestur, þó skemtilegast væri, að það mætti fara saman.
Líf íslenzks sveitaprests er ekki vel til þess fallið að
auðga anda hans að fögrum líkingum eða snjöllum
setningum, sé honum ekki sá hæfileiki áskapaður að
velja hugsun sinni fagran og áhrifamikinn búning.
En úr þessum vandkvæðum geta prestarnir mikið bætt
með ofurlitlum andlegum búhyggindum.
Um daginn heimsótti ég prest einn suður í Nassau-
fylki í Þýzkalandi. Prestur þessi er í mjög miklum met-
um, og það sérstaklega fyrir ræður sínar, sem þykja
mjög góðar. Við áttum nokkurt tal saman, og prest-
urinn sagði mér af starfi sínu og fyrirætlunum.
Talið harst eitthvað að ræðum hans, og lét ég hann
heyra það á mér að menn teldu hann góðan ræðumann.
Þá segir presturinn: „Ég er í rauninni enginn sér-
stakur ræðumaður, ég er hvorki skáldmæltur né hug-
myndaríkur, en ég er annað, sem ég er ekki síður stolt-
ur af, ég er talsvert góður andlegur búmaður“. Hann
sýndi mér þá bókasafn sitt, sem var mikið að vöxtum,
og var þar margt góðra bóka. En verðmætastar bækur
í bókasafni sínu sagði hann að væru tvær stórar skrif-
aðar bækur, sem hann tók fram og sýndi mér.
Ég spurði hann, hverju það sætti, og sagði hann mér
þá, að í þessum skrifuðu bókum væri alt það, sem gjörði
hann að þeim ræðumanni sem hann væri.
Hann sagðist aldrei sleppa fram hjá sér nokkurri
velsagðri setningu, snjallri líkingu, sláandi dæmi, eft-
irtektarverðum sögum eða ljóðum, ef það snerti eða
kæmi inn á þann boðskap, sem hann vildi og ætti að
%tja.
I þessum bókum var samtíningur úr dagblöðum og