Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 97
88
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
að fjalli eða fjöllum í hugum manna, sem enginn fái
yfir komist, því síður rutt úr vegi.
Allir kannast við slík fjöll, þegar litið er til þjóðlífs
vors á þessum byltinga og breytingatímum. Margt er
þar, sem mönnum miklast, og finst ægilegt að fást við,
hvort sem um það er að ræða, sem mönnum finst ljótt
og skaðlegt og vilja ryðja úr vegi, eða um eitthvað
gott og gagnlegt, sem menn óska og þrá að komist í
framkvæmd.
Þá þarf ekki annað en minna á alla erfiðleika þá,
er einstaklingarnir stara á með ótta og skelfingu, hvort
sem eru í heimilislífi þeirra, í viðskiftalifi, eða einka-
lífi.
Ekki er kirkja vor lieldur nein undantekning í þessu.
Margir kirkjunnar menn sjá nú mikla erfiðleika fram-
undan, sem miklast þeim, sem fjöll væru, og eru því
kvíðafullir um liag kirkju vorrar og kristilegt ástand
í landi voru. Þeim finst áhrif kirkjunnar á þjóðlífið
þverrandi og kristindómurinn vera að missa tök á
hugum fjölda manna, og afleiðingin vera festuleysi,
sundurlyndi og siðaspilling. Þeim finst þjóðin lítið vilja
hlynna að kirkjunnar málum, og veita litinn stuðning
þeim mönnum, er þar eiga að hafa forgöngu. Alt lam-
ar þetta og dregur úr framkvæmdum, gjörir menn svart-
sýna og óánægða, úrræðalitla, kjarklitla og vonlitla um
breytingar til bóta.
Og menn spyrja eðlilega líkt og lærisveinar Jesú forð-
um, þegar þeir gátu ekki læknað sjúkdóm tunglsjúka
drengsins, sem færður var til þeirra: „Hvers vegna gát-
um vér ekki rekið hann út?“ — Jesús sagði þeim þá ber-
lega ástæðuna: „Vegna lítillar trúar yðar“.
Ef oss skilst, að þessi sama ástæða sé enn í dag til
vanmáttar lærisveina hans, þá skilst oss líka, að fagn-
aðarerindi bjartsýninnar, sem texti vor flytur oss, eigi
erindi til vor.
Þar er ekkert vonleysi. Þvert á móti. Þar er fyrirheiti