Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 215
Prestaféiagsritið. Kenning kristind. um Guð.
201
inn á þá algengu skoSun, að sérhver slík trú og kerfi sé það,
er bezt hentar þeirri þjóð, er hann hefir, þvi að öll þessi trú-
arbrögð standa að baki fagnaðarboðskapnum um órannsakan-
leg auðæfi Krists. Hátign Guðs hjá Islam og siðgæðið háa og
hugsanirnar djúpu hjá öðrum trúarbrögðum Austurlanda nálg-
ast sannleikann um Guð, sem Kristur opinberaði. Og fyrir hann
mega allir menn koma til föðursins í einum anda.
III. Kenning og rannsókn.
Vér byrjum þennan kafla skýrslu vorrar með því að gjöra
oss i stuttu máli grein fyrir nokkurum ófullkomnum og lág-
fleygum hugmyndum um Guð, sem eru algengar í kirkjunni
sjálfri. Ef timi er kominn til þess, eins og vér ætlum, að menn
öðlist fyllri skilning á skyldleika sínum við Guð og eðli hans,
þá á það að vera hlutverk kirkjunnar að auka þessum trúar-
hugmyndum þroska og koma þar betur orðum að. Til þess að
gjöra það verður hún að horfast djarflega i augu við þær hug-
myndir, sem eru bundnar við nafn Guðs hjá almenningi. Og
vér verðum, eins og i allri kenslu, að byrja á því, sem þegar er
fyrir í hugum þeirra, er vér kennum.
Margar þessara ófullkomnu hugmynda má rekja til þeirrar
trúar, sem enn ríkir, að alt í Biblíunni sé jafn fullkomið. Þrátt
fyrir það, þótt ljósi hafi verið varpað á það fyrir löngu, hvern-
ig einstök rit hennar séu til orðin, og hversu opinberun hinnar
heilögu þekkingar, er þau skýra frá, hafi þróast, þá er jafnvel
enn oft farið með Biblíuna eins og alt sem í henni stæði um
Guð, hlyti að felast í nútimaskilningi vorum á honum. Afleið-
ingin af því verður sundurleit skoðun, og fornum og frum-
stæðum hugsunum um hann er leyft að komast að opinberun-
inni um hina guðlegu veru i lífi og boðskap Jesú Krists. Eng-
inn kristinn maður neitar vísvitandi orðunum: „Sá sem hefir
séð mig hefir séð föðurinn". Og þó halda margir þvi enn fram
af misskilinni lotningu fyrir Gamla-testamentinu, að alla fræðslu
þess verði að taka bókstaflega. Þeim hefir ekki auðnast að
skilja, að Kristur veitti algjöra opinberun á Guði með þvi að
fullkomna alla fyrri kenningu um hann og láta opinberun sína
koma i hennar stað.
Þeim hefir einnig mistekist að sameina það guðshugmynd
sinni, sem þeir hafa lært um hug Krists og lundarfar. Og því
er svo komið, að i hug margra manna fer saman sannur skiln-
ingur á fegurð lundar Krists og nálægð Guðs i honum annars
vegar — og guðshugmynd, sem stendur langt að baki fullkominni