Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 218
204
Kenning kristind. um Guð. Prestaféiagsritið.
að í öllum hlutum hins enskumælandi heims hallist almenn-
ingur meir og meir að þeirri sannfæringu, að uppeldi án trúar
sé ófullnægjandi. Vér verðum einnig varir við viðurkenningu
þess, einkum í undirbúningsskólum, að þekkingin á Guði sé
lítils virði, viti menn ekki, hvernig þeir eigi að fara að þvi að
nálgast hann. En nú er unnið að þvi á Englandi, að fræðslan
verði veitt sem tilbeiðsla og guðsdýrkun. Til háskólanna er
erfiðara að ná, en þó hefir kristilega stúdentahreyfingin unnið
mikið gagn i þessum efnum víðsvegar um heim.
En hvaða tækifæri, sem kunna að opnast, viljum vér hér nefna
tvent, sem er sannfæring vor. í fyrsta lagi það, að dómur
heimsins um köllun vora mun fara eftir því, hvernig vér boð-
um Guð. Hvort sem það er með uppeldi eða prédikun fyrir
söfnuðum vorum eða boðun fagnaðarerindisins hjá þeim, sem
fyrir utan eru, eða með biaðagreinum til almennings, þá er
það guðshugmyndin, er vér héldum á lofti, sem á að laða menn-
ina til Guðs. í öðru lagi erum vér sannfærðir um það, að boð-
unin er að sama skapi sönn, sem hún vekur hvöt til tilbeiðslu.
Trúarhugsanir verða ekki skildar frá guðrækilegu lífi. Og til-
beiðsla manna og bæn hlýtur altaf að vera komin undir guðs-
hugmynd þeirra.
IV. Tilbeiðsla kristinna manna.
Háleitust fræðsla um tilbeiðslu er veitt i þessum orðum:
„Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann
i anda og sannleika“. í tilbeiðslunni kemst andi mannsins í
samfélag við Guð. Það er tilbeiðsla í anda. Það er því ljóst, að
eðli tilbeiðslunnar er komið undir þeirri guðshugmynd, sem
lifir í sál þess, er tilbiður. Því verður tilbeiðslan að vera í
sannleika. Þegar guðshugmynd mannsins er myrk oð óljós, þá
verður einnig tilbeiðsla hans röng og ófullkomin. En að sama
skapi sem Guð opinberar sig og maðurinn skilur hann betur,
verður tilbeiðslan samboðnari Guði og sannari, miðað við eðli
hans.
Kenning kristindómsins um Guð byggist á hugmyndinni um
einn Guð, sem spámennirnir hafi opinberað ísrael með kenn-
ingu sinni. Á þeim grundvelli bygði Kristur nýja kenningu,
hann hélt trúnni á heilagleika Guðs og hátign, en bætti við
fyllri opinberun um föðurinn, mildi hans og gæzku. Þar sem
hann var í einstæðu sambandi við Guð, þá birti hann liið sanna
samband mannsins við hann og sannaði það, að manneðlið
gæti verið i samfélagi við Guð.
Öll tilbeiðsla þróast af bæninni. Vér leitum Guðs í bæn, vér