Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 41
Prestafélagsritið.
Lambeth-fundurinn 1930.
35
við rás viðburðanna, og einnig vanti þá skilning á því,
liverju það skifti, að mennirnir séu samverkamenn
Guðs til þess að bæta lífið að gjöra það bjartara.
Margt fleira mætti nefna af þvi, er biskuparnir segja
um kristilega guðshugmynd, en hér skal því einu bætt
við, að þeir geta um félagsskap, sem verið sé að mynda
víðsvegar á Englandi og í Ameríku i þvi markmiði, að
göfga guðshugmynd kristinna safnaða og' liafa á þann
hátt álirif á hugsunarliátt manna og framferði. Er þar
veitt kristileg fræðsla, sem reynslan sýnir, að þessir tím-
ar þarfnast svo mjög. En eitt leggja biskuparnir á-
herzlu á i þvi sambandi, það er, að slík fræðslustarf-
semi sé samfara guðstilbeiðslu. Þeir segja, að það
tvent megi ekki aðgreina. Fræðslan komi ekki að rétt-
um notum, nema hún sé í sambandi við tilbeiðslu og
leiði til guðsamfélags og guðselsku*)
Þá kem ég að hinu verkefni fundarins, sem ég ætl-
aði áð lýsa lítið eitt nánar. Það er kirknasameiningin
— eða einingarstefnan innan kirknanna.
Lambeth-fundurinn 1920 lagði rika áherzlu á nauð-
syn þess, að kristileg kirkjufélög tækju höndum saman,
liættu að deila um það, sem milli bæri i trú og kirkju-
siðum, en elfdust sem mest að samvinnu og bræðrahug.
Er kirknasameiningarstarfsemi þessi orðin marg-
þætt og áhrifamikil og hafa Lambeth-fundirnir unnið
þar þarft verk og merkilegt. Þeir hafa sameinað öll þau
kirkjufélög, sem byggja á meginreglum brezku bisk-
upakirkjunnar, hvar sem þau voru á hnettinum.
En þeir hafa gjört meira. Þeir hafa einnig gjört sitt
til þess, að samvinna liefir myndast milli ensku þjóð-
kirkjunnar annars vegar, og ensku fríkirkjunnar hins
vegar. Ávöxtur þeirrar viðleitni hefir birzt á margan
hátt, einna fegurst í bandalagi þvi, er Fríkirkjurnar á
*) Þýðing á kafla þessum birtist síðar hér í ritinu.
3*