Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 62
Prestaféiagsritið. Frá Ilúsafclli og Húsafellspr.
55
eitt kvæði eftir séra Snorra orl við slíkt lækifæri. Voru
þar meðal annars þessar hendingar:
„Staltu nú lijá mér sterki drottinn,
styð þú mig að báðum hliðum.
Drottinn náðar vörn mér veitlu,
verjan mín, þá ég nú berjumst“.
Með þesskonar kveðlingum vanst það á, að hugsjúkir
menn urðu þess fullvissir, að Snorri prestur hefði kveðið
niður alla þá óhreinu anda, sem voru að gjöra þá ærða. Ot
frá þessu sköpuðust þau ummæli, að séra Snorri hefði
kveðið niður sjötíu drauga þar á Húsafelli, aðrir sögðu
sjötíu og einn draug. Átti hann að hafa kveðið þá alla
niður í einni rélt þar í túninu. Merki þessarar réttar sjást
í Húsafellstúni og heitir hún ennþá Draugarétt.
Jónas Guðmundsson, smiður á Ölvaldsstöðum í Borg-
arhreppi, d. 1899, sagð: mér, að hann hefði einu sinni á
unglingsárum sínum séð Guðnýju Snorradóttur. Bjó hún
þá í Ambáttarhól við Flókadalsá. Þótti honum gaman að
því að sjá þessa gömlu og sérkennilegu stúlku. Jónas var
gáfaður, skáldmæltur og íþróttamaður hinn mesti. Lang-
aði hann að fræðast af Guðnýju um listir föður hennar.
Var hún góð viðtals og leysti úr spurningum. Að síðustu
sagðisl Jónas hafa spurt: „Var hann göldróttur hann faðir
þinn?“ „Ó, nei, barnið mitt, hann var ekki göldróttur, alt
sem hann gat gjörði hann með Guðs fingri“.
Séra Snorri fékst víst lítið við ljóðagerð á yngri árum,
en í ellinni fór hann að stytla sér stundir með kveðskap.
Var hann þá mikið að glíma við forna og fáheyrða hrag-
arhætti. Kvað hann þá stundum dýrara en list hans leyfði,
mátti því kalla sumt af ljóðum hans samanbarið. Ýmsir
samtíðarmenn hans kölluðu hann skáld gott, en aftur
á móti hefir hann ekki verið lofaður fyrir ljóð sín af
seinni tíðar rithöfundum. Helzt mun hann hafa ort til
þess að stytta sér stundir á kvöldvökum og rökkurstund-
um, þegar liann var orðinn gamall. Jóhönnuraunir orti
hann út af þýzku æfintýri. Eru þær nokkrar rímur,