Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 96
Prestafélagsritið.
Prédikun.
87
einkunnarorð kirkjunnar og allra kirkjunnar manna
á komandi tímum. Vér skulum því láta huga vorn
stutta stund dvelja við athugun þeirra og reyna að
gjöra oss ljóst, hvað í þeim felst.
Hið fyrsta, sem þarf athugunar, eru ummæli Jesú um
fjallið.
Jesús mælir þar í líkingu, eins og svo oft endranær.
Notar hann þá líkingu ekki aðeins hér, heldur einnig
þegar hann læknaði tunglsjúka drenginn, samkvæmt því
sem Matteusarguðspjall skýrir oss frá (17, 20.). Páll
postuli notar einnig sömu líkinguna i 13. kapitula fyrra
Korintubréfs, þar sem hann talar um að færa fjöll úr
stað (v. 2).
Sé farið að gjöra sér grein fyrir merkingu líkingar
þessarar, verður fljótt ljóst, að þar er átt við erfiðleika
lífsins. Fjallið tálcnar það, sem fast er fyrir, það sem
ekki virðist unt að vinna bug á, það sem ekki verður
við ráðið. Getur líkingin því jafnt átt við alla erfiðleika
lífsins, hvort sem þeir eru i þvi fólgnir að losna undan
einhverju böli, eða í hinu, að koma þeim hugsjónum
i framkvæmd, er óframkvæmanlegar virðast.
Nóg mun hafa verið af slíkum erfiðleikum, er liktust
fjöllum, er hvorki væri unt að komast yfir, né færa úr
stað, á þeim tímum, sem Jesús talaði þessi orð til fyrstu
lærisveina sinna.
Þau hafa einnig mörg verið, slík fjöli, á öllum tímum
síðan. Hver kynslóð hefir haft sínar byrðar að bera, og
sína sérstöku erfiðleika við að stríða. Og ekki virðast
erfiðJeikarnir minka mikið eða hverfa eftir því sem
tímarnir liða og lífið tekur breytingum sinum. Þótt
margar breytingar séu til bóta, koma þó ávalt ný verk-
efni, ný vandamál, nýir erfiðleikar. Margt gott hverfur,
og margt nýtt reynist vafasamt. Á þann liátt kemur ótti
og kvíði hjá mörgum, í stað öryggis og óliultleika. Það
sem menn óttast, getur vaxið svo i augum, að það verði