Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 142
130
Jón Helgason:
Prestafélagsritið.
kirkjufundi lútliersku kirkjunnar, hversu hann þar í
sama erindinu brá fyrir sig fjórum tungumálum, er
hann ávarpaði fulltrúa hinna erlendu þjóða. Og seinna
á fundinum, er honum var afhent doktorsskjal frá ein-
hverjum ungverskum(?) háskóla, lieyrði ég hann kvitta
fyrir skjalið með ræðu á latinu, sem rann upp úr hon-
um viðstöðulaust, eins og væri hann engu vanari en
að hregða fyrir sig liinni fornu tungu Rómverja.
En ofan á þetta bættist svo hinn mikli og viðfeðmi
lærdómur hans, sem ailir dáðust að, sem kyntust hon-
um. Að sjálfsögðu var hann lærðastur á hin guðfræði-
legu vísindi, og þar aftur fyrst og fremst á liina al-
mennu samanburðar-átrúnaöarsögu, svo sem áður er
vikið að. Þar varð liann hrautryðjandi, viðurkendur
forgöngumaður. Um það farast hinum ágæta Marborg-
ar-prófessor Friedrich Heiler, sem var mikill vinur
Söderbloms (og liafði fyrir áhrif frá lionum horfið frá
rómv.-katólsku kirkjunnar til hinnar evangel.-lútersku),
orð á þessa leið í eftirmælagrem um Söderblom nýlát-
inn: „Söderblom var maður hinn skynbezti á dýpstu leynd-
ardóma mannlegs hjarta — og í því var fólgin þýðing
hans sem átrúnaðarfræðings. Sameiginleg honum og
öðrum miklum átrúnaðarfræðingum var tungumála-
kunnáttan, þekkingin á heimildarritunum og bókfræði
allri þar að lútandi, sameinisgáfan og framsetningin
öll, sem alt mátti með afhrigðum telja. En þar skildi
með honum og ýmsum öðrum, að hann lét aldrei nema
staðar við hið ytra sögulega samhengi, lieldur gróf sig
jafnan inn í instu fylgsni hinnar trúarlegu reynslu
hjartans, lagði eyrun að lifandi hjartaslögum guðsum-
gengninnar, eins og lionum sjálfum var ljúft að orða
það. Og þessi hjartaslög, bæði hjá þeim, sem eru að
leita Guðs og þeim, sem höndlaðir eru af Guði, fann
hann alstaðar, ekki aðeins innan lúthersku móður-
kirkjunnar, sem hann elskaði svo heitt, eða innan róm-
versk-katólskrar guðrækni, sem hann hafði mætur á