Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 147
Prestaféiagsritið. Nathan Söderblom erkibiskup. 135
út á hann þá upphæð, sem þurfti, og fékk dansmeynni
upphæðina, til þess að fataleysið yrði henni ekki að
meini. Alls yfir mun mega segja, að ekki hafi verið til
í Sviþjóð vinsælli maður en Söderblom um hans daga.
Um það ber öllum saman, sem kyntust Söderblom, að
meiri vinnuuíking hafi þeir naumast þekt, enda hefði
hann án þess ekki fengið öllu því afkastað, sem hann
fékk á lífsleiðinni. Hann var rétt álitið aldrei óstarfandi.
Jafnvel á ferðum sinum, hvort heldur var á skipum
eða járnhrautarvögnum, gat liann setið með sjálfblekung
eða ritblý í hendinni, og verið að vinna að einhverju
erindinu, sem hann átti að flytja á einhverjum fundin-
um, og þó altaf annað veifið verið að skrafa við sam-
ferðafólkið. Sérstaklega er viðbrugðið Ameríkuför hans
haustið 1923, þar sem hann flutti erindi og guðsþjón-
ustur um þvera Ameríku, oft tvisvar og þrisvar á dag,
án þess að unna sér annarar hvíldar en þeirrar, sem
blánóttin gat veitt honum. Á hverju ári fór hann marg-
ar ferðir til annara landa, því að svo mátti heita mörg
hin síðari árin, sem ekki þætti noltkur leið að halda
meiriháttar kirkjulega samkomu, án þess að Söderblom
væri beðinn að koma þangað. Á kirkjufundi í Stokk-
hólmi fyrir' nokkurum árum notaði hann fundarhlé
um miðjan daginn til þess að bregða sér í flugvél til
Helsingfors á Finnlandi og flytja þar erindi á sam-
bandsþingi K. F. U. M., og var kominn til Stokkhólms
aftur á tilsettum tíma siðdegis, er fund slcyldi byrja
aftur. Því var það á biskupa-fundi eitt sinn, ekki alls
fyrir löngu, að Gottfred Billing, biskup í Lundi, kvaddi
Söderblom i skilnaðarræðu meðal annars með þess-
um orðum: „Um eitt langar mig til að biðja þig
að skilnaði. Sparaðu krafta þína dálítið meira en þú
gjörir“. Öldungnum, sem þar talaði, blöskraði starfs-
áhugi og ósérhlífni embættisbróður síns, erkibiskups-
ins (sem var nál. 20 árum yngri en hann). Og hann
gjörði það sízt að ástæðulausu. Engum gat dulist, að