Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 10
4
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
lagi myndað samtök, er ná til allra safnaða hverrar
þessara kirkjudeilda út um allan heim, og stefna að sem
nánastri samvinnu inn á við, en jafnframt einnig út á
við við aðrar kirkjudeildir.
Þá kem ég að víðtækasta félagsskapnum í þessa átt,
alheimsstarfseminni.
Hún er með ýmsu móti, bæði sameining eftir starfs-
greinum, eining i lífi og starfi og eining í trú og kirkju-
stjórn.
Sameining eftir starfsgreinum beinist að kirkjulegri
allieimssamvinnu á þessum sviðum: Kristniboðssviðinu,
að friðarstarfi meðal þjóðanna, að líknarstarfsemi, til
samvinnu stúdenta á kristilegum grundvelli, að sam-
starfi kristinna kvenfélaga og alþjóðasambandi K. F.
U. M. og K. F. U. K.
Eining í lífi og starfi er liin svonefnda „Life and
Work“ samvinna á siðferðilegum kristilegum grund-
velli. Aðalþing þeirrar hreyfingar voru alheimsfundirn-
ir í Genf 1920 og kirkjuþingið í Stokkhólmi 1925, þar
sem um eða yfir sex hundruð fulltrúar voru saman-
komnir, alls frá 37 þjóðum. Átti kirkja vor 2 fulltrúa
á þeim merkilega fundi og mun öllum prestum í minni
lýsingar þeirra af fundinum, er birtust í Prestafélags-
ritinu.
Einingin í trú og kirkjustjórn er aftur á móti „Faith
and Order“ hreyfingin, sem haldið liefir fundi í Genf
og Washington og síðast í Lausanne árið 1927.
Af þessu, sem liér hefir verið drepið á í stórum
dráttum, má sjá, hve víðtæk þessi kirkjueiningarstarf-
semi þegar er orðin og hve mjög liún hefir gripið hugi
fjölda manna. —
Þegar menn atliuga þetta, er eðlilegt að þeir spyrji,
hvað það sé, sem komið hafi þessari einingarstarfsemi
í þetta liorf, gjört hana svona víðtæka og volduga.
Hverjar ástæður eru fyrir því, að kristnir menn, sem
um aldaraðir hafa þekt skilnaðarbæn frelsara síns