Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 99
90
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
mestu spekingum vorra tíma, hélt í einni deild háskól-
ans í Oxford á liðnu ári, er komist inn á þetta efni. Ræðu-
maður talar um, hve mikil sé trú manna á allskonar
verklegar framfarir, og hve margir séu sannfærðir um,
að fyrir því séu engin takmörk, hverjir framfaradraum-
ar mannkynsins geti ræzt. Hann segir, að hugmyndir
manna um að heimsækja aðra hnetti þyki nú jafnvel
ekki broslegar. Og hann spyr með það í huga, hvort ekki
væri móðgun við mannkynið að halda þvi fram, að mögu-
leikar þess til siðferðilegrar fullkomnunar séu tæmdir,
þar sé því ekki unt að komast liærra. Og hann bætir
svo við, að óhætt sé að reiða sig á það, að trú á full-
komnun sé leiðin til fullkomnunar.
Þetta er sama lögmálið, sem Kristur kendi lærisvein-
um sínum forðum daga. Það er merkilega lífslögmálið
um, að trúin á hið góða skapi hið góða, efli það og
auki.
Ef skýra á lífslögmál þetta, má líta á það frá tvennu
sjónarmiði, bæði með tilliti til hæfileilca þeirra, er með
manninum búa — og einnig með tilliti til æðri hjálpar,
er manninum veitist.
Ef litið er á það með hæfileika mannsins i huga, verð-
ur Ijóst, að trúin á möguleika þess, sem að er stefnt,
stæhr kraftana og er öflug hvöt og lyftistöng fyrir vilja
mannsins til að nota hæfileika sina til hins ýtrasta til
þess að ná hugsjónamarki því, sem hann er sannfærður
um, að unt sé að ná.
En sé litið á lögmál þetta með æðri hjálp í liuga, er
oss bent á bænina til Guðs, sem hverjum trúuðum manni
sé lykillinn að drottins náð. Það er sú hliðin, sem frels-
ari vor lagði mesta áhersluna á, eins og orð textans
sýna. Hann henti lærisveinum sínum á leiðina til þess að
fá kraft frá Guði, kraftinn frá hæðum. Hann leiddi þá
að þeim orkulindum, sem veita vanmáttugum mönnum
nýjan kraft. Og liann kendi þeim, livernig unt sé að
öðlast þann kraft. Til þess þurfi þeir að trúa á Guð, og