Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 252
238
Kirkjuleg löggjöf.
Prestafélagsritið.
ar kristni og styðja að trúar- menningaráhrifum þjóðkirkjunn-
ar með því að:
a. íhuga og gera ályktanir um þau mál, sem varða þjóðkirkjuna
í heild sinni og einstaka söfnuði hennar.
b. stuðla að frjáisri starfsemi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar,
mannúðar- og liknarstarfsemi.
3. gr. Kirkjuráðið hefir:
1. Ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um þau mál, er kirkjuna
varða og heyra undir verksvið löggjafarvaldsins eða sæta
konungsúrskurði. Svo og þau mál önnur, er kirkjustjórnin
kann að leita álits þess um.
2. Samþyktaratlcvæði og ákvörðunarrétt um guðsþjónustur
kiikjunnar, veitingu sakramenta og kirkjulegar athafnir og
helgisiði, þó eigi fyr en tillögur ráðsins hafa verið sam-
þyktar á prestastefnu (synodus). Ennfremur urn þau mál, er
hið almenna löggjafarvald kann að fá kirkjuráðinu til með-
ferðar og fullnaðarákvörðunar.
3. Rétt til að kjósa einn mann til að laka þátt í stjórn kirkju-
legrar starfsemi í sambandi við útvarp.
4. Ráðstöfunarvald yfir fé því, sem lagt kann að verða til
frjálsrar kirkjulegrar slarfsemi eða annara kirkjulegra þarfa,
eftir nánari ákvæðum, sem fjárveitingavaldið setur í hvert
sinn.
Vafaatriði um takmörk á samþyktar- og ákvörðunarvaldi
kirkjuráðs samkvæmt 2. lið þessarar greinar sæti úrskurði
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
4. gr. Kirkjuráðið skipa 5 menn, biskup landsins, 2 guðfræð-
ingar, kosnir af sóknarprestum þjóðkirkjunnar og kennurum
guðfræðideildar háskólans til 5 ára i senn, og 2 fulltrúar, kosnir
af héraðsfundum til sama tíma. Iíirkjumálaráðuneytið setur
reglugjörð um kosninguna.
5. gr. Enginn má eiga sæti i kirkjuráði, nema hann fullnægi
þessum skilyrðum:
a. Sé meðlimur þjóðkirkjunnar.
b. Sé orðinn 25 ára að aldri.
c. Eigi löglega með sig sjálfur og
d. hafi óflekkað mannorð.
6. gr. Kirkjuráðið er ályktunarfært um mál þau, er greinir
i 1., 3. og 4. Iið 3. gr., ef 4 eru á fundi.
En um þau mál, er getur í 2. lið 3. gr., hefir ráðið eigi ákvörð-
unarrétt, nema það sje fullskipað, eða 4 kirkjuráðsmenn greiða
samhljóða atkvæði.
Nú er kirkjuráði með sérstökum lögum falið að gera tillögu