Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 59
52
Kristleifur Þorsteinsson:
Prestafélagsritió.
Séra Sigvaldi Halldórsson fékk Húsafell að föður
sínum látnum, en hafði þá verið aðstoðarprestur hans
5 ár (vígður 1731) og búið þá á Stóra-Ási. Var 20 ár
sóknarprestur á Húsafelli og andaðist þar 1756. Kona
hans var Helga Torfadóttir, prests Halldórssonar í
Reykholti. Séra Torfi var bróðir hins mikla fræði-
manns séra Jóns Halldórssonar í Hítardal, föður Finns
biskups, og af hinni merku og kynsælu Reykhyltinga-
ætt. Þau hjón, séra Sigvaldi Halldórsson og Helga Torfa-
dóttir, áttu nokkur börn, þar á meðal tvo syni, sem báð-
ir náðu fullorðinsaldri. Hétu þeir Torfi og Þórarinn.
Voru þeir báðir skólalærðir, en létust á unga aldri. Eng-
ar ættir eru frá þeim komnar og ekki öðrum börnum
þeirra en Sigríði, sem var kona séra Snæbjarnar i Gríms-
tungum, Halldórssonar, biskups á Hólum, Brynjólfsson-
ar. Frá þeim eru stórmerkar ættir og óvenju fjöl-
mennar. Meðal barna þeirra var Sigvaldi prestur í
Grímstungum, faðir séra Bjarna, sem var á Lundi og
síðar á Stað í Steingrímsfirði, og Ólafs læknis í Bæ í
Króksfirði. En dætur Sigríðar og séra Snæbjarnar voru
meðal annars Margrét móðir þjóðskörungsins séra Arn-
ljóts Ólafssonar, og Helga, síðari kona Einars Þórólfsson-
ar i Kalmanstungu, sem fjöldi merkra manna er frá
kominn, sem hér er ekki unt að telja. Börn þeirra Einars
og Helgu voru Kristín á Kjalvararstöðum, Árni í Kal-
manstungu, Magnús á Hrafnabjörgum og Sigvaldi.
Dóttursynir Kristínar voru þeir séra Jón Steingrímsson
í Gaulverjabæ, d. 1891, og Guðmundur S. Grímsson lög-
maður í Vesturheimi, og dóttursynir Sigvalda eru þeir
Sigvaldi Kaldalóns og Eggert söngvari. Frá Árna í Kal-
manstungu eru líka mjög margir merkir menn.. Meðal
afkomenda séra Sigvalda á Húsafelli liefir ríkt mikill
ættarþróttur og andlegt og likamlegt atgjörvi. Yfirleitt
hafa þeir ættmenn verið frásneiddir gáska og léttúð, en
margt af þvi fólki alvörugefið og hugsandi, bæði um
stjórnmál og trúmál.