Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 109
Prestaféiagsritið. Kjartan Helgason prófastur.
99
eins og guðspjöllin lialda henni á lofti, þokaði sjálfum
sér til hliðar og sagði: Iíomdu og sjáðu. Ég efast um,
að ísland hafi nokkuru sinni átt prest, sem hafi laðað
börn betur að Kristi en hann. Og börnin hans öll og
ekki sízt þegar þau urðu fermingarbörn elskuðu prest-
inn sinn, sem hjálpaði þeim svo, að þau gátu sungið
af hjarta og af eigin reynslu:
„Ég gleðst af því ég guðsson á,
hann gaf mér sig og alt uni leið.“
Og þegar unga kynslóðin tók þannig að nema land í
heimi fagnaðarerindisins, þá fór hin eldri að koma líka,
og traust bönd urðu tengd milli prests og safnaðar.
Svo var einnig jafnan í Hrunaprestakalli, og kristnilíf
stóð þar í miklum blóma. Aliir fundu, að þeir höfðu mik-
ið til séra Kjartans að sæltja, hvort heldur var í kirkjunni,
á heimili hans eða endranær. Ef til vill skildi æskan haim
hezt og liann liana, því að svo fer oft um göfgustu
hugsjónamennina. Hann unni mjög frjálslyndum og víð-
sýnum kristindómi og stóð jafnan í fylkingarbrjósti
Undir merki hans. Hann var sannfærður um það, að
svo hefði fagnaðarerindi Krists verið. Það var honum
í öllu leiðarstjarnan. Ég heyrði aðeins fáar ræður til
hans, en finn enn kærleiksandann, hreinskilnina og
sannfæringarþróttinn á bak við orðin. Hann boðaði í
þeim öllum Krist sjálfan, en ekki Kristfræði. Hann
ireysti undramætti Krists til að ummynda líf mannanna,
Hann orðaði það sjálfur á þessa leið: „Öll verðmæti
lífsins umhverfast. Það sem áður þótti mest vert verð-
Ur ef til vill einskisvirði, og aftur annað, sem lítill gaum-
Ur var gefinn áður, fær óendanlegt gildi. Alt verður
nýtt. Ef mannssálin á annað borð stendur opin fyrir
áhrifum frá Jesú, þá tekur hún stakkaskiftum; það illa
leggur á flótta fyrir því helgandi afli, sem út frá hon-
Um gengur. Áhrifin frá honum læsa sig inn í líf hvers þess
manns, sem situr við fætur honum, námfús og hugfang-
7*