Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 239
Prestafélagsritið.
íslenzkar bækur.
225
er elska Biblíuna sína, og það þess heldur sem bibliufélag vort
selur það iægra verði en menn eiga að venjast nú á tim-
um, 21 arkar bók í Skírnisbroti á 3,50 kr. óinnbundna, en 5.00
kr. í vönduðu léreftsbandi. —
Dr. J. II.
ERLENDAR BÆKUR.
Danskar bækur.
Michael Neiiendam: Bibelhistorie for den höjere Skole. —
Hagerups Forlag. — K.havn 1930.
Bók þessi vakti mikla athygli með Dönum við framkomu
hennar næstliðið haust. í rauninni var það ekki nema eðliiegt.
Þvi að þetta eru fyrstu biblíusögurnar, sem komið hafa út hjá
Dönum, þar sem öll framsetningin hefir hliðsjón á kenningum
rannsóknar-guðfræði nútímans á uppruna heilagrar ritningar
svo sem safns af ritum, sem orðin eru til á ýmsum tímum og
iýsa trúarhugmyndum manna um þúsund ára skeið. Hér er sízt
farið í launkofa með þann meginmun, sem er á þeim tveim aðal-
pörtum ritningarinnar, sem þá líka er bent til í Nýja-testament-
inu sjálfu: „Því að lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og
sannleikurinn kom fyrir Jesúm Krist“ (Jóh. 1, 17); hér er
engin dul dregin á, að innihald Gamla-testamentisins sé gyð-
ingdómur, en innihald hins nýja kristindómur. Hin helgu rit,
tilorðin á mjög ólíkum timum, beri vott um gagnólíkan hugs-
unarhátt þeirra tíma, sem ritin eru framkomin á, og eins sýni
þau áþreifanlegan þróunarferil trúarliugmyndanna og trúarlifs-
ins. Hér er ennfremur gengið að því vísu, að ritningin inni-
haldi átrúnað, en ekki náttúruvisindi, og höfundur biblíusagna
þessara skirrist loks ekki við að líta á ýmislegt í ritningunni
svo sem munnmælasögur, þ. e. innihaldi ekki sögu í þeim
skilningi, sem vér venjulegast höfum i huga er vér tölum um
sögu. Af þessu leiðir, að all-áberandi nýjabragð er að ýmsu í
biblíusögum þessum, sem menn hafa ekki átt að venjast í
biblíusögum vorum hingað til. En alt fyrir það eru biblíusög-
ur þessar í orðsins beztu merkingu „uppbyggilegar“ og engan,
sem kynnist þeim, mun iðra þess að lesa þær, svo margvislegu
ljósi, sem þar er brugðið yfir fjölda atriða hinnar helgu sögu
þeim tii skýringar, og svo mikinn fróðleik, sem þær hafa að
15