Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 183
170
S. Á. Gíslason: Ellihæli.
Prestaiélagarltið.
endur reikninga, og Reykjavíkurbær annast stofnunina, ef
stjómarnefnd vildi hætta sjálfboðastarfi sínu.
Eftir 9 ára búskap á „gömlu Grund“, eSa í fyrra sumar, flutt-
ust vistmenn þaðan í nýreist stórhýsi, sem þessari sömu nefnd
hafði tekist að Ijúka við á tveim árum handa gamla fólkinu. í
byggingarsjóð hafði safnast um 35 þús. kr. af gjöfum ýmsra
vina og 30 þús. kr. voru skuldlaus í eldri húseigninni. Fyrir
hýsingu Vestur-íslendinga í nýja húsinu komu 25 þús. kr. og
10 þús. kr. úr ríkissjóði, — gamall barnakennari í Ölfusi og
einn vistmanna á Grund höfðu áður gefið jafnmikið og Alþingi.
Reykjavík gaf stóra og góða lóð, lánaði 180 þús. kr. og á-
byrgðist 120 þús. kr. skuldabréfalán. En alls kostaði nýja hús-
ið um 670 þús. kr. fyrir utan lóðina, svo að skuldir þess urðu
margar og miklar, þótt enn hafi úr þeim greiðst fyrir velvild
viðskiftamanna.
Eins og myndin sýnir er stórhýsi þetta ein aðalálma og 2
hliðarálmur. Er aðalálman 37 m. löng, en hvor hliðarálma 30 m.
löng og 13 m. breið. Herbergin eru um 130 og húsið getur tekið
um 150 vistmenn, auk starfsfólks. Reglulegir vistmenn hafa ver-
ið þar áð undanförnu um 100, svo að ýms herbergi smá og stór
hafa verið öðrum leigð. Meðgjöfin er frá 80 kr. til 115 kr. á
mánuði. — Rúmfast fólk í sambýlisstofum gefur 100 kr. með sjer,
en í einbýlisstofum er meðgjöfin 115 kr.; er það miklura mun
ódýrara en i sjúkrahúsum Reykjavíkur.
Húsið er hið vandaðasta að öllum búnaði og nútíma þægind-
um og starfsfólkið hefir reynst vel, svo að þangað hafa ýmsir
leitað, sem gefið gátu með sér sjálfir og vanir eru góðum húsa-
kynnum, og eru ýmsir þeirra langt að komnir.
Annars skiftast þessir 100 vistmenn svo eftir því hverjir sjá
um þá: um 40 gefa með sér sjálfir, Reykjavíkurbær sér um
svipaða tölu og önnur hreppsfélög um 20.
Af því að flestum lesendum mun kunnugt, að sá sem þetta
ritar starfar að þessu hæli, er skylt að nefna hina nefndarmenn-
ina: Þeir eru FIosi Sigurðsson trésmiður, Haraldur Sigurðs-
son fyrv. verzlunarmaður nú forstjóri hælisins, Júlíus Árnason
kaupmaður og Páll Jónsson kaupmaður. Þeir hafa unnið 14—
18 ár að þessum líknarstörfum („Samverjanum“ og ellihælinu),
og ég man ekki í svipinn eftir öðrum mönnum hérlendis, sem
varið hafa lengri tima til slikra starfa — og ekkert kaup tekið
fyrir ómakið. Traust almennings og blessunaróskir bágstaddra
hafa samt endurgreitt það ríkulega.