Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 47
40
Sigurður P. Sivertsen:
Preslaíélagsritiö.
þeim tímum. Lestrarfélag stofnaði hann einnig, sem
stóð með blóma undir stjórn lians sem formanns, alt
þangað til hann flutti burt úr prestakallinu.
Heimili þeirra Kálfatjarnarhjóna var mjög rómað
sem sannkallað fyrirmyndarheimili, glaðvært og gest-
risið, og var viðurkent, að heimilishættir, sem þar tiðk-
uðust, hefðu liaft stórmikil áhrif til bóta á ýms
lieimili í háðum sóknum séra Stefáns. Enda var hann
sjálfur mjög dagfarsprúður maður, sem prýddi kenn-
inguna með liegðun sinni.
Það sem gjört hefir séra Stefán að þjóðkunnum
manni er þó sérstaklega sálmakveðskapur hans og af-
skifti hans af íslenzkum sálmabókum.
Snemma tók séra Stefán að kynna sér sem bezt
sálmakveðskapinn, eigi aðeins hinn íslenzka, heldur
og norrænan sálmakveðskap og þýzkan og enskan og
jafnvel hinn latneska sálmakveðskap miðaldanna.
„Náði liann með tímanum svo mikilli þekkingu i þess-
ari grein, að enginn íslendingur mun liafa verið fróðari
í öllu sem lijer að lýlur“, segir séra Valdimar Briem
um liann; en þeir voru samverkamenn í sálmabókar-
nefndinni, er sett var 1878. Þessi ástundun séra Stefáns
varð brátt kunnug; og þegar Helgi biskup Tliordersen
var að koma á veg viðbætinum við sálmabókina frá
1801 (útg. 1861), hafði hann séra Stefán í ráðum með
sér og naut aðstoðar hans, enda lagði séra Stefán til
hans góðan skerf. Þegar Pétur biskup Pétursson fór
að efna til verulegrar endurskoðunar á sálmabókinni,
kvaddi hann þá séra Stefán og séra Ólaf Pálsson, pró-
fast og dómkirkjuprest, í nefnd til að vinna að endur-
skoðuninni. Starf þetta, sem mun liafa verið talsvert
fyrirhafnarmikið, lenti nær því eingöngu á séra Stefáni,
því að séra Ólafur var hvorki nánda nærri eins vel
lieima í slíkum efnum sem séra Stefán, enda var enn
meira önnum kafinn við önnur störf. Þessi endurskoð-
aða sálmabók kom út 1871. Átti séra Stefán eigi aðeins