Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 211
Prestaféiagsritiö. Kenning kristind. um Guð.
197
bæn hans má ekki i neinum skilningi vera eigingirnisleit að
persónulegu takmarki. Hún verður altaf að lúta alheims tilgangi
Guðs. Þar af leiðir, að hið sanna mark hennar og mið er ekki
það að reyna að telja Guði hughvarf, heldur það að koma þrá
mannsins í samhljóðan við vilja hans, og stuðla þannig að þvi,
að tilgangi hans verði náð. Við slíka samhljóðan fæst dýpri
skilningur á dýrð Guðs og kærleika.
Þannig kemst tilbeiðslan á hátt stig. Hún er skyld þvi, sem
nefnt hefir verið dulræn reynsla“. Maðurinn trúir því, að
hann sé i beinu sambandi við uppsprettu alls. Dultrúarmaður-
inn heldur því fram, að Guð sé að jafnaði hulinn Guð, en þau
augnablik komi fyrir, að huliðstjöldin verði dregin frá og hinn
æðsti veruleiki komi í ljós.
Þegar sá veruleiki birtist svo og skilst, þá veitir það æðstu
gleði. En þótl sælan djúpa og dulræna sé þeim altaf dýrmæt
minning, sem hafa öðlast hana, þá verður eklci unt að lýsa ná-
kvæmlega þeirri reynslu. í Austurlöndum lendir slík lýsing út
í algyðistrúarskýringum á alheiminum.
Vér höfnum algyðistrú, af því að hver sú kenning, sem held-
ur því fram, að maðurinn heyri til ríki náttúrunnar og sé
guðdómlegur, hlýtur að fela í sér, að hið illa eigi sér stað hjá
Guði. Vér teljum alheiminn ekki verða skilinn að öðru en þvi,
að æðsti góðleiki, sem beztu menn mannkynsins leita ósjálfrátt,
beri vitni um eðli Guðs. Vér trúum því, að Guð geti birzt mann-
inum í náttúrunni; en guðdómurinn er eklci hið sama sem nátt-
úran né maðurinn sérstaklega. í stuttu máli, má ekki blanda
saman veru Guðs og sköpunarverkinu.
Dulræn reynsla verður skýrð réttilega með því að benda á
jákvæða opinberun Guðs, sem náði hámarki sínu hjá Jesú Kristi.
Hjá honum birtist hún sem mannslíf, siðferðilegur hreinleiki
og starfandi trú. Samkvæmt andanum í kenningu Krists er sælu,
runninni frá dulrænni reynslu, illa varið, sé hún látin vera
ófrjó. Friðurinn guðlegi og gleðin, sem hún veitir, á að hvetja
til baráttu við hið illa í öllum myndum. Af sönnum trúarskiln-
ingi á að leiða hlýðni við boð Jesú, að leita fyrst ríkis Guðs og
réttlætis hans. En í kenningu Krists er ekkert, sem gefur það
til kynna, að dulræna reynslan sé eina eða æðsta leiðin til
Guðs. Allir sem koma til Guðs af einlægu hjarta og ganga á
hans vegum eru taldir með börnum hans.
Mestu og beztu athafnamennirnir hafa altaf fundið það, að
þeir bygðu á grundvelli eilífðarinnar. Þótt erfiði þeirra og
barátta við hið illa heyri tímanum til, þá hefir niðurstaðan af
hvorutveggja eilifðargiidi. Vér vinnum fyrir það, er ekki getur