Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 194
180
Séra Þorsteinn Briem:
Prestafélagsritið.
fjallaurðum. Hún hefir aldrei fyr séð fjöll. En liún held-
ur áfram, því að hinumegin hýst hún við að fá vitnað
um Jesú. Það tekur að dimma, þegar hún kemst upp,
og hún er sjálf þreytt. Uppi á fjallinu staðnæmist hún
við stóran stein til að hvíla sig. Legst liún þá ekki niður
undir steininn með gráti og örvinglan? — Nei, hún krýp-
ur þar á kné og lofar Guð fyrir ljós hans, fyrir hjálp-
ræði hans, fyrir friðinn, sem hún á í lijarta sínu fyrir
Jesú Krist.
Hvað hefur þá gefið henni viljaþrótt til að halda ör-
ugg áfram og leggja alt þetta í sölur? Bók reynslunnar
svarar og segir: Trúin!
Á þriðja hlaðinu sé ég enn unga konu. Hún hefir
farið héðan að heiman til Kaupmannahafnar. Hún
er hyrjuð á námi við sönglistarskóla ríkisins. Hún þyk-
ir hafa hæfileika til þess náms. Það er talað um að fá
hana til að syngja fyrir konunginn, þegar hann komi til
Islands 1907. En þá verður hún veik. Það er livíti dauð-
inn. Og þegar konungurinn er að leggja af stað, er hún
sett í svartan sjúkravagn og flutt á spítala. Hún heyrir
fallbyssuskotin á leiðinni, tuttugu og eitt, konunginum
til heiðurs.
Þegar hún kemur á spítalann, er lienni bannað alt:
Bannað að lesa, bannaðar lieimsóknir, bannað að tala,
bannað alt nema að liggja vikum saman hreyfingarlaus
á bakinu. Vér skiljum, að það geti verið sárt fyrir ung-
menni, að vera þannig skyndilega stöðvaður á bjartrl
lífsbraut. En sjáum við það á henni, sem þarna liggur
ein og vonum svift?
Nei. Það skín rósöm gleði út úr svip hennar. Henni
ljómar þökk og fögnuður í augum. — Fyrir hvað? Fyr-
ir það, að Guð liefir heyrt margra mánaða bæn hennar,
að gefa henni örugga persónulega reynslu fyrir krafti
hans og hjálpræði í Jesú Kristi. Guð hefir þarna í ein-
verunni gefið lienni þessa persónulegu reynslu og full-
vissu. Þaðan kemur henni nú þrek og gleði og friður í