Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 56
Prestaféiagsritið. Frá Húsafelli og Húsafellspr.
49
Húsafelli. Eftir það að Húsafell var orðið bóndabýli,
fóru Gilsbakkaprestar að humma fram af sér þennan
forna vana og sumir þeirra vildu telja Húsafell rétt-
laust að þessari veiðiför. í Hagaskógi átti Gilsbakki
aftur á móti alt skógarhögg. Var það neðsti hluti af
Húsafellsskógi. Skóglendi það var afmarkað með garði,
sem hlaðinn hefir verið úr hraungrjóti, nær liann frá
Geitá að Kiðárbotnum og hefir verið mikið mannvirki,
er hann víst margra alda gamall og stendur þó ennþá
á köflum. Þessi garður nefnist Hagagarður og skógur-
inn neðan garðs Hagaskógur. Nú liefir það verið látið
fallast í faðma, að Húsafell ætti Hagaskóg allan, en
tapaði þar með öllum veiðirétti í Kjarrá, fyrir Gils-
bakkalandi.
Það er eftirtektarvert og næsta merkilegt, hve mikla
ást og trygð Húsafellsprestar, einn eftir annan, hinda
við þetta tekjurýra og fámenna brauð í hinum afskekta
fjalladal. I 194 árin síðustu, sem þar er prestssetur, eru
þar aðeins 7 prestar. Einn af þeim flytur þaðan lifandi,
liinir 6 una þar til æfiloka, og þeir, sem geta því við-
komið, láta syni sína talca þar við, sem þeir sjálfir hætta.
Hér vil ég þá gjöra nokkra grein fyrir prestum þeim,
sem voru á Húsafelli frá 1615—1809, en það ár var
Húsafellsprestakall lagt niður og hefir þar verið bænda-
hýli síðan.
Grímur Jónsson vígðist að Húsafelh 1615. Hann var
sonur Jóns Grímssonar, er um eitt skeið liélt Húsafell
að léni og bjó í Norðtungu, Síðumúla og Kalmanstungu.
Kona séra Gríms var Engilráð Jónsdóttir frá Breiða-
bólsstöðum. Meðal sona þeirra hjóna var séra Helgi, sem
gjörðist prestur að Húsafelli eftir föður sinn. Séra Grím-
ur var þjónandi prestur á Húsafelli í 39 ár. Hann dó
þar 1654. Þar á Húsafelli dó líka Engilráð kona séra
Grhns. Voru þau grafin þar framundan kirkjudyrum,
og eru yfir þeim legsteinar, sem höggnir eru úr rauðu
fírjóti, sem tekið hefir verið þar úr hinu mikla gljúf-
4