Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 202
188
Óskar J. Þorláksson:
PrestafélagsritiS.
Kristilega stúdentahreyfingin lætur einnig mikið til
sin taka trúboðsstarf. Innan hennar er sjerstök deild
fyrir þá stúdenta, sem liafa áhuga á trúboðsstarfi og
vlja lielga sig því. Þar sem hreyfingin er fjölmenn, eins
og t. d. við hina stærri háskóla, er þessi deild oft öflug
og heldur fundi og annast um, að flutt séu erindi um
trúboð og það styrkt fjárhagslega. Víðsvegar um heim
starfar fjöldi trúboða, sem verið hafa meðlimir hreyf-
ingarinnar, og hafa einkum starfað innan þessarar fé-
lagsdeildar. Tala þeirra skiftir möijgum hundruðum.
Einn öflugur þáttur í starfi hreyfingarinnar er sá,
sem miðar að alþjóðastarfi eða alþjóðakynningu.
Sérstök áherzla er lögð á að flytja erindi um alþjóða-
starfsemi meðal stúdentanna og gefa þeim kost á að
kynnast þeim málum og ræða þau. Auk þess eru oft
rædd ýms vandamál þjóðanna, sem nú eru uppi. Þá
stuðlar hreyfingin mjög að því, að stúdentar frá ýms-
um löndum nái að kynnast, og' gjörir hún ýmislegt til
þess, að þeir erlendu stúdentar, sem nám stunda á Eng-
landi, geti kynst sem bezt enslcu þjóðlífi, og veitir þeim
margvíslega hjálp. Má í þvi sambandi minnast á alþjóða
stúdentafélag það, sem hreyfingin hefir komið á fót í
Lundúnaborg. Mun ég víkja nánar að því síðar.
Þá má loks víkja að einum aðalþættinum i starfi
hreyfingarinnar, hinni öflugu hókaútgáfu hennar. Bæk-
ur þær, sem hún gefur út, eru fjölbreyttar mjög að efni
og snerta alla þættina í starfi hennar. Þær eru prýðileg-
ar að frágangi og seldar mjög ódýrt, séu þær bornar
saman við bækur annara hóka-útgefenda, svo að óhætt
er að mæla hið bezta með þeim. Aulc þess gefur hreyf-
ingin út blað eitt „The Student Movement“, sem kemur
út meðan liáskólarnir starfa; gefst stúdentum hreyfing-
arinnar þar kostur á að ræða áhugamál sin, og aulc þess
gefur það yfirlit yfir ailar nýjungar, sem snerta starfið.
I árslok gefur hreyfingin út ársskýrslu um starfið í heild
sinni.