Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 118
Prestafélagsritið.
Einar Jónsson prófastur.
107
ar, að það verður skoðað, hvernig hrein mannúð og
guðsríki hafa unnið í samvinnu hvort í annars þarfir að
framförum hinnar íslenzku þjóðar, og hvernig aldar-
hátturinn þar af leiðandi hefir tekið mannúðlegri og
frjálslegri stefnu en áður, þá ætti séra Halldór vissulega
að vera tekinn sem eitthvert hið elskuverðasta dæmi upp
á þá framfarastefnu, dæmi upp á það, hvernig sönn mann-
úð á að standa í þjónustu guðsríkis“. — Þessi orð sýna,
hvernig séra Einar taldi, að prestur ætti að vinna starf
sitt, og mun mörgum finnast þau einnig lýsa starfi sjálfs
hans satt og rétt.
Þetta mun vera það helzta, sem birzt hefir á prenti eftir
séra Einar. En ritgjörð eftir hann er verið að prenta í
„Skírni“ þ. á., og hann lét mikið eftir sig af handritum
með margvíslegum fróðleik. Merkilegast þeirra ritverkaer
hið mikla ættartölusafn hans „Ættir Austfirðinga", í mörg-
um hindum, sem nú er orðið eign Landsbókasafnsins.
Er það safn talið af fróðum mönnum mikill fengur ætt-
fræði vorri.
Fyrir þetta rit sitt og langt og göfugt æfistarf hlaut
séra Einar þá viðurkenningu af Alþingi, að honum voru
álcveðin full laun, þótt hann léti af prestsskap. Og marg-
an annan vott fann hann þess, að menn mátu störf hans
mikils og færðu þau sér í nyt.
Kona hans, sem lifir liann, er Kristín Jakobs-
dóttir, prests Benediktssonar frá Hjaltastað. Eru þrjú
börn þeirra á lífi, þar á meðal tveir synir, Vigfús skrif-
stofustjóri í Stjórnarráðinu og séra Jakob á Hofi, sem
lengi var aðstoðarprestur hjá föður sínum (frá 1917),
og er nú orðinn eftirmaður hans, bæði sem prestur og
prófastur.
Þeim, sem þektu séra Einar, verður það minnisstæð-
ast, hversu liann var góður maður og óeigingjarn. Hann
sagði sjálfur, að það, sem sig liefði langað mest til af
öllu, befði verið það að verða góður maður. Með þeim
huga gekk hann út í prestsstarfið og vann það síðan.