Syrpa - 01.03.1914, Síða 4

Syrpa - 01.03.1914, Síða 4
130 SYRPA En á þeim dögfum gat eg ekki setið lengi kyr á sama stað, fór eg því brátt á fætur og fór að skoða mig um. Mér þótti gaman að horfa yfir dalinn, og telja bæina sem stóðu hér og þar undir fjallahlíðunum beggja megin við ána, sem rann milli sléttra graseyra eftir endilöng- um dalnum. Fyrst var eg hálfhræddur að ganga framarlega á hamrabrúnina, en smátt og smátt hvarf hræðslan og eg fór að gjörast nærgöngull við klettana. En þá heyrði eg að Guð- rún gamla kallaði með hræðslu- blandinni röddu: ,,Drengur minn, varaðu þig í öll- um bænum að hrapa ekki fram af!“ Eg hljóp til baka snöggvast. En ekki leið á löngu áður en eg var búinn að gleyma áminningum henn- ar og var kominn fram á brúnina og farinn að velta smásteinum ofan, en þá vissi eg ekki fyr en að Guðrún gamla lagði höndina á öxlina á mér og mælti í bænarróm: ,,Komdu með mér góði drengur- inn minn, eg er svo hrædd um að þú dettir fram af“. Eg stóð hálf nauðugur á fætur og gekk við hlið hennar upp í brekkuna og þar settum við okkur niður. Og tók hún þá aftur til máis: ,,Eg ætla að biðja þig að muna mig um það í sumar þegar þú ert einn hjá ánum, að fara aldrei fram- arlega á klettabrúnina, því þú get- ur hrapað ofan og þá deyrð þú. Eg gæti sagt þér sögu um mann ssm hrapaði hérna í hömrunum fyrir of- an Hól og beið bana af“. Það fór heldur að glaðna yfir mér þegar eg heyrði sögu nefnda, því og var þá eins og flestir krakkar eru, mjög sólginn í sögur. ,,Ó, segðu mér söguna“, sagöi eg og horfði bænaraugum upp á Guðrúnu gömlu. En það var eins og hún heyrði það ekki, því hún leit ekki við, heldur horfði eitthvað út í bláinn. Eg ítrekaði aftur bæn mína og þá leit hún við, og mér virtust góðlegu augun hennar vera full af tárum. ,,Jæja, barnið mitt, eg skal segja þér söguna ef þú lofar mér því að gæta að þér í sumar hérna við hamrana". Eg lofaði því, og síðan byrjaði hún á sögunni. ,,Eg er fædd og uppalin hérna á Hóli, og var eg einbirni. Eg misti ung móður mína og tók þá faðir minn ráðskonu, og var hún hjá hon- um þar til eg var 18 ára. En þá tók eg við búsforráðum. Þegar eg var búin að vera eitt ár fyrir framan hjá föður mínum, vistaðist að Hóli unglingspiltur vestan úr sveitum er Einar hét. Höfðu feður okkar ver- ið æskuvinir, en nú var faðir hans dáinn og eldri bróðir hans tekinn við búi þeirra bræðra. Einat' var meðal maður á hæð og þreklegur á velli, tneð bjart hár og blágrá augu, kátur og skemtinn og hugljúfi allra sem þektu hann. Það leið ekki á löngu áður en ungu stúlkurnar í sveitinni fóru að renna til hans hýru auga. En hann lét sem hann veitti því enga eftir- tekt, en það fann eg að hann var öðruvísi í framkomu sinni við mig en við aðrar stúlkur, og eg fann að mér var hann hugþekkari en aðrir piltar, sem eg hafði haft kynni af, og þegar eitt ár var liðið vorum við trúlofuð. Hvernig það gekk til þarf eg ekki að segja þér, enda ertu svo ungur að þú hefir enga hug-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.