Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 10

Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 10
136 SYRPA teknum þeim þremur, sem voru vestast. Þau stóðu þétt saman, og voru tvö af þeim gömul og bygð úr bjálkum. Inn í eitthvert þessara húsa vissi eg að Arnór heföi farið, af því að þau voru næst götuhorn- inu, en það var iangt frá þeim til húsanna fyrir austan, og hefði eg áreiðanlega enn séð til hans, ef hann hefði farið fr'am hjá fyrstu hús unum. Þar að auki heyrði eg að hundur gelti sem snöggvast á bak við þessi hús, og benti það á, að einhver ókunnugur hefði gengið þangað heim. En á strætinu sást enginn maður. Eg gekk nú austur að húsunum, nam staðar fyrir framan þau, og virti þau fyrir mér fáein augnablik. Eg sá að blæjur voru fyrir öllum glöggum, sem að götunni vissu, nema fyrir loftglugganum á aust- asta húsinu, sem var timburhús og leit út fyrir að vera nýlega smíðað. Sá eg að hörundsdökkur karlmaður á nærklæðum var að taka skarið af ljósinu, sem brann á kertastiku í gluggakistunni, og var einhver sem sat eða stóð innar í herberginu, að tala við hann í lágum hljóðum. Ekki heyrði eg orðaskil, en mér fanst með köílum að eg kannast við málróm Arnórs. Alt í einu gætti eg að því, að maður stóð í sundinu, sem var í milli bjálkahúsanna. Hann hallað- ist upp að húsvegginum, þar sem skugginn var svartastur, og hafði hendurnar í vösunum. ,,Qui vive?“ (H ver fer þar) sagði hann, þegar hann sá, að eg varð hans var. Og um leið gekk hana fram á gangstéttina til mín. Það var auðséð á hörundslitnum, að hann var kynblendingur; og af því nð hann ávarpaði mig á frakknesku, þá var hann að öllum líkindum franskur kynblendingur. Hann var að sjá maður á bezta slceiði, þrek- Iega vaxinn, fremur meinleysislegur og ekki mjög dökkur í andliti. En látbragð hans, andlitsdrættir og augnaráð bar þess ljósan vott, ab hann hafði tekið að erfðum fleiri einkenni frá hinum rauða manni, heldur en hinum hvíta. ,,Sæll vertu!“ sagði eg á ensku. En mig langaði til að segja: ,,La France“, eins og hinn kæni háskoti sagði, þegar hann svaraði ávarpi frakkneska varðmannsins, nóttina áður en Wolfe tók Quebec. ,,Að hverju leitar þú?“ sagði kynblendingurinn á bjagabri ensku. ,, Eg er að leita að vin mínum,“ sagði eg; ,,hann hvarf mér rétt áð- an, og eg er viss um að hann hefir ekki farið lengra en hingað. Þú heíír eflaust séð hann fara inn í eitthvert afþessum húsum.“ ,,Það getur ekki borið sig,“ sagði kynblendingurinn og leit á mig hvössum augum. , ,Eg hefi staðið þarna í sundinu á milli húsanna í tíu mínútur eða meir, en heíi engan mann séð fara inn í neitt af þessum húsum. “ ,,En sástu þá ekki ungan rnann fara hér fram hjá rétt nýlega og halda austur götuna—ungan mann, liáan og grannan, með svartan, baröastóran hatt á höfðinu?“ ,,Nei,“ sagði kynblendingurinn og hristi höfuðið; ,,en eg sá gaml- an mann og unglingspilt ganga norður yfir strætið, nokkru áður en þú komst. Og þeir fóru heim að hvíta húsinu stóra, sem stendur þarna undir eikitrjánum á árbakk- anum. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.