Syrpa - 01.03.1914, Síða 11

Syrpa - 01.03.1914, Síða 11
í RAUÐÁRDALNUM 137 ,,Þá er vinur minn áreiðanlega inn í einhverju af þessum þremur húsum, sem hér eru“, sagði eg; ,,það eru ekki iimm mínútur liðnar síðan eg sá hann beygja inn á þessa götu.“ , ,En hvað var vinur þinn að fara?“ sagði kynblendingurinn. ,,Eða hvern ætlaði hann að finna?“ ,,Alt, sem eg veit um erindi hans“, sagði eg, ,,er það, að hann þurfti í kvöld að finna einhvern mann hér í þorpinu. Hvað sá maður heitir, get eg ekki sagt, en hann hlýtur að eiga hér ' heima, fyrst eg sá vin minn beygja inn á þessa götu, eg sá að hann var horf- inn, þegar eg kom ú strætishornið fyrir vestan, fám augnablikum síðar. “ ,,Þetta er skrítið,“ sagði kyn- blendingurinn; ,,eg get svarið það, að liann er ekki hér, því að eg hefi engan mann séð, í síðastliðnar tíu eða tólf mínútur, fara inn í neitl af þessum húsum, og ekki heldur hefi eg séð neinn fara hér fram hjá. Þess vegna hefir vinur þinn hlotið að hafa horfið ofan í jörðina ■'eða liðið upp í loftið. — En var hann nokkuð drukkinn?“ Eg svaraði ekki þessari spurningu hans, því að um leið og hann slepti síðasta orðinu, kom kona út úr vestara bjálkahúsinu, gekk til okk- ar og spurði, hvað um væri að vera. Eg þóttist vita, að þetta væii kona mannsins, sem hafði verið að tala við. Hún var sýnu dökkari á hörund en hann, en öllu greindar- legri og töluvert yngri, var fremur há vexti og nokkuð holdug, og var heldur þokkalega klædd. Eg heils- aði henni hæversklega, og sagði henni hið sama og eg hafði sagt manninum. ,,Það er áreiðanlegt11, sagði hún og talaði góða etisku, ,,að enginn er gestkominn hjá olckur í kvöld. En eg skal biðja manninn minn að spyrja um þ;ið í báðum húsunnm fyrir’" austan, hvort þar sé nokkur aðkominn maður. En þú bíður hér á rneðan.11 Eg kvaðst vera henni innilega þakklátur. Því næst talaði hún fáein orð á frakknesku við mann sinn. Hann sagði eilthvað á söntu tungu, ypti öxlum og gekk á bak við húsin. ,,Hvort ert þú enskur eða skozk- ur?“ spitrði konan, þegar maðurirtn var farinn. ,,Eg er hvorugt,1* sagði eg; ,,en eg er íslendingur“. ,, Hvað er þetta?“ sagði hún og brosti. , ,Ertu að spauga? Eða skil eg þig ekki?“ ,,Nei, eg er ekki að spauga. Eg. er fæddur á íslandi. ■—■ Það er ey- land langt norður í höfum.“ ,,Er langt síðan þú komst til þessa lands?“ spurði hún, og efa- semdarglott lék um varir hennar. „Átta ár í haust.“ „Það hlýtur að vera“, sagði hún, „því þú virðist tala góða ensku“. „Hefirðu aldrei heyrt getið um íslendinga?11 sagði eg. „Nei, aldrei. “ „Og þó eru nokkur hundruð af þeim yfir í Winnipeg, og sjö eða átta ár síðan þeir byrjuðu að flyta hingað í Rauðárdalinn. “ „Það er ekkert undarlegt, þó eg hafi ekki hevrt þeirra getið,“ sagði hún, „því síðastliðin þrettán ár hefi eg dvalið langt vestur í landi—meira en þrjú hundruö mílur héðan. Það

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.