Syrpa - 01.03.1914, Síða 12

Syrpa - 01.03.1914, Síða 12
138 SYRPA eru aö eins tvær vikur síöan eg kom aS vestan. Eg átti hér heima þeg- ar eg var lítil. En foreldrar mínir íluttust héðan burtu, þegar ófriður- inn í Fort Garry stóS sem hæst. Faðir móöur minnar var einn af höfðingjum C r e e-I ndíánanna. Hann var nafntogaður veiðimaöur og mikill kappi. Hann átti heima vestur í landi, og stundaði vísunda- veiðar. Til hans fórum viö.“ Þegar hún nefndi Cree-Indíána, datt mér í hug þaö, sem eg hafði lesiö í vasabók Arnórs. ,,Fyrst þú ert í ættviö CVee-Indí- ána“, sagði eg, ,,þíi þekkir þú ef til vill konu, sem heitir Madelive Vatida. Móðir hennar var af þeim þjóðflokki komin.“ ,,Madeleine Vanda?" sagöi hún og leit á mig stórum augum. Og mér virtist aÖ hinn dökki litur hverfa sem snöggvast af andliti hennar. ,,Madeleine Vanda? — Þekkir þú hana?“ ,,Nei, eg þekki hana ekki neitt,“ sagöi eg; ,,en eg hefi kynst manni, sem þekkir hana, eöa hefir heyrt hennar getiö. “ ,,Og hvað hét þessi maður, sem þú segir að hafi þekt hana?“ ,,Hann heitir Arnór. “ ,,Er hann hvítur?“ ,,Já, sagði eg. “ ,,Og hvar er hann nú?“ ,,Nú sem stendur veit eg ekki með neinni vissu, hvar hann er. “ ,,Hvar skyldi hann hafa kynst henni?“ ,,Það veit eg ekki,“ sagöi eg; ,,og eg er jafnvel ekki viss um, aö hann hafi nokkurn tíma kynst henni, en eg veit að hann hefir heyrt henn- ar getið. “ ,,En Madeleine er nú löngu gift,“ sagði konan; ,,og hún á mörg börn“. ,,Hvar á hún heima?“ sagði eg. ,,Hún á heima langt vestur í landi. “ ,,Eru nokkur líkindi til þess, aö hún komi hingaö austur áður en langt um líöur?“ ,,Vel getur það fvrir komið. En af hverju viltu vita það?“ ,,Eg bið afsökunar, “ sagði eg; ,,mig varðar alls ekkert um að vita þaö. Eg spuröi bara i hugsunar- leysi. — En eg heyrði það á oröum þínum, aö þú ert þessari konu vel kunnug“. ,,Og það er heldur ekkert undar- legt, þó eg sé henni vel kunnug. “ ,,Þið eruð ef til vill eitthvað skyldar?“ sagöi eg. , ,Hún er systir mín. “ „Systir þ í n?“ sagði eg og ætlaði að fara að spyrja meira um hana,en þá kom kynblendingurinn aftur til okkar, og sagðist hafa spurt um vin rninn í báöum húsunum fyrir austan, en þar heföi enginn ókunn- ugur komið þetta lcvöld. Svo sagði hann nokkur orð á frakknesku viö lconuna, og fór síöan inn í sundið á milli bjálkahúsanna. Mér virtist konunni mislíka þaö, sem hann sagði við hana, því hún hvesti á hann augun og hleypti brúnum. Hún bauð mér því næst góöa nótt — en hálf styttingslega þó — hneigði sig lítillega og gekk snúðulega inn í húsiö. — Eg lyfti hattinum, þakkaði þeim hjónum fyr; ir góðvild þá, er þau höfðu sýnt mér, og lagði á stað heimleiðis. Það var komið yfir miðnætti, þegar eg kom heim í herbergið mitt. Eg háttaöi undir eins, og sofnaði vært, En um morguninn, þegar eg

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.