Syrpa - 01.03.1914, Side 19
RAUÐÁRDALNUM
145
stein, tekur drenginn á kná sár,- og
fer aö tala við hann. ,,Mikiö hrygg-
ir það mig, minn elskulegi,“ segir
presturinn, ,,aöþú skildir berja leik-
bróður þinn til óbóta í gær".
,,Hann er þremur árum eldri en eg, “
segir Pat, ,,og það var hann, sem
byrjaði; hann kallaöí mig ónöfnum
og gretti sig framan í ir,ig“. ,,Þu
áttir a8 taka því meö hógværö og
reyna að leiða honum fyrir sjónir,
hve ljótt það væri, “ segir prestur-
inn. ,,Já, vissulega tók eg því öliu
méð hógværö,“ segir Pat, ,,því eg
hló að lionum; en þá sló hann mig
á hægri kinnina“. ,,Þá áttirþúað
bjóða honum einnig hina vinstri. “
,,Og þaö gjörði eg, “ segir Pat, ,,en
þá sló hann mig líkaáþá kinnina“.
,,En hefi eg ekki oft og mörgum
sinnum sagt þér það, minn elsku-
legi, að þú ættir jafnan að launa
i 11 m e ð g ó ð u?“ , ,Jú, eg mundi
það vel,“ segir Pat, ,,og þess vegna
gaf eg honum eitt vænt hnefa-
högg á nefið og annað enn v æ n n a
á hægri augabrúnina, svo hann fekk
bæði blóðnasir og blátt auga.— Eg
lét bann nefnilega fá tvö g óð högg
fyrir tvö 1 él e g. “ ,,Þetta var í alla.
staði mjög ókristilegt athæfi, minn
elskulegi.11 segir presturinn rauna-
lega. ,,Mundir þú þá kyssa þann,
sem slæi þig kinnhest?11 segir Pat.
,,Eg nutndi, eftir því, sem mínir
veiku kraftar leyfðu, reyna að gera
honum eitthvað gott.“ ,,Og láttu
mig þá sjá, að þú gjörir það,“ segir
Pat, stendur upp og slær prestinn
rokna högg á hægri kinnina.
,,Hérna er hin vinstri, minn elsku-
legi,“ segir presturinn. Og Pat
gaf honum annan löðrung á vinstri
kinnina. ,,S'-ýndu nú að þú gjörir
mj.' eitthvað gott í staðinn,“ segir
Pat. ,,Það vil eg gjarnan gjöra,
minn elskulegi,“ segir presturinn
og vöknaði um augu. Hann reif
upp hríslu, sem óx þar við veginn,
þreif síðan í Pat litla og veitti hon-
um mjög snarpa, föðurlega og minn-
is verða hirtingu. Því næst kysti
liann drenginn og fór svo leiðar
sinnar. Og svo er sagan á enda.
En hún er gott dæmi upp á það,
hversu seinir við írarnir erum að
læra það,að launa i 11 meðgóBu"
,,En eg er alveg viss um það“,
sagði eg, ,,að enginn íslenzkur
drengur mundi berja prestinn sinn.
En þektir þú þenna Pat?“
,,Já, mæta vel“, sagði O’Brian,
,,því það var eg sjálfur'*.
Nú vorum við komnir að brúnni,
og það var farið að rigna. Eg brá
regnhlífinni yfir mig. Brúarvörð-
urinn gekk í hámót á eftir okkur
yfir brúna og' hélt á ljóskeri í hend-
inni, en hann talaði ekki til okkar.
Brúartollur var ekki heimtaður af
neinum, sem fór yfir Louise-brú.
Nokkru síðar sáum við ljós í glugg-
unum í bjálkahúsinu, og heyrðuin
hundinn gelta.
,,V.ið verðum að vara okkur á
hundinum“, sagði eg.
,,Ekki óttast eg hann“, sagði
O’Brian, ,,því eg tók með mér þrjá
dálitla kjötbita banda honum".
,,Ekki samt eitraða, vona eg?“
,,Nei,sonur minn“,sagði O’Brian,
,,svo mikill ódrengur er t'g ekki,
að eg gefi hundi eitraðan mat. En
eg hefi tekið eftir því, að mjög fáir
hundar eru svo grimmir, að þeir
bíti þann, sem gefurþeim þrjá vffina
bita af góðu kjöti. Hundar hafa
yfirleitt meira af þakklátsemi en
mennirnir, og þeir gleynia þeim
seint, sem gjöra þeim gott. —Fyrir