Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 28

Syrpa - 01.03.1914, Qupperneq 28
154 SYRPA viö Arnór og- ganga með honnm um strætiö. Þegar eg var búinn aö heilsa þeim og segja þeim hvað eg héti, spurði eg hvor þeirra væri frú Colthart. Sú eldri sagöi að það væri nafn sitt. Hún var há vexti og þreldeg, meö rautt hár, mikið og gróft, freknótt í andliti og breiðleit. Á málfæri hennar og oröatiltækjum var auö- heyrt, aö hún var fædd og uppalin á Suöur-Englandi. Hún slepti h- hljóðinu úr öllum þeim oröum og atkvæðum, sem eiga þann staf meö réttu, en hún setti þaö aftur meö mikilli áherzlu framan viö öll orð, sem byrja á hljóöstaf. Og r-hljóðið mátti heita að ekki væri til í hennar munni. Hún tæpti á því, þegar bezt !ét, og slepti því með öllu, þeg- ar þaö kom fyrir í enda orös. Hún sagði ,wa/o1 fyrir waier, ,ome' fyrir hcme og ,hand‘ fyrir and. Hún næstum söng síðasta oröið í hverri setningu, sem hún talaði. Og þaö var einhver undarlegur gremju- hreimur í röddinni. ,,Kemur þú meöskilaboðtilmín?11 sagði hún og hélt áfram að sníða. ,,Já, eg kem með skilaboð frá ungum manni, sem er vinur minn og heitir —“ ,,Harno", bætti hún viö. ,,Já“, sagði eg; ,,skírnarnafn hans er Arnór. Og hann baö mig að segja þér, að hann væri mjög lasinn“. ,,Og hvað meira?“ sagði hún. ,,Þetta er alt, sem eg átti að segja þér“. ,,Og gat hann ómögulega komið sjálfur og sagt mér þe tta ?“ sagði hún; ,,þurfti hann endilega að fá annan til þess ?“ ,,Hann liggur rúmfastur“, sagði eg, ,,og hefir verið sárlasinn nokkra daga“. ,,Þetta er dálaglegt, Edna“, sagði frú Colthart og leit til ungu kon- unnar; ,,nú er Harno veikur, og svo verður ekkert úr neinu. Eg hefi alt af sagt þér að svona mundi fara“. ,,Er hann rnjög þungt haldinn ?“ sagöi unga konan mjög stillilega. Hún var sérlega góðleg og rnynd- arleg. • ,,Hann var mjög veikur í dag“, sagöi eg. ,,Það var viö þessu að búast", sagöi frú Colthart, ,,því útlit Harnos hefir veriö alt annaö en heilbrigö- islegt“. ,,Hvað er það, sem aö honurn gengur?“ sagði unga konan. Og mér sýndist ofurlíti 11 roöi brjótast fram í kinnum hennar. ,,Eg veit það ekki,“ sagði eg. ,,Hefir læknir veriö sóttur enn þá?“ sagði hún. Og það kom undrunarsvipur á stillilega og höfð- lega andlitið hennar. ,,Hann hefir ekki viljaö láta vitja læknis,“ sagði eg. ,,Þarna er hans ófvrirgefanlega sérvizka lifandi komin,“ sagði frú Colthart. ,,Hvernig hagar veikin sér?“ sagði unga konan. Og' roðinn í kinnum hennar var alt af að aukast. ,,Áköf höfuöþyngsli og verkur fyrir brjóstinu, “ sagði eg. ,,Að líkindum meinsemd í lung- unum," sagði frú Colthart. ,,Þaö veröur endilega að leita læknis," sagöi unga konan. Og fallegu dökku augun hennar urðu hvöss. ,,En Arnórhefir harðbannað það, “ sagöi eg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.