Syrpa - 01.03.1914, Side 40

Syrpa - 01.03.1914, Side 40
166 SYRPA sinni og hreysti yrði engún mótstaða veitt; það er lítil furða þó að þeir litu fyrirlitningaraugum á óvini sína, og héldu að erfiðleikar sínir væru þegar á enda, Albany þegar fallin í hendur þeirra og þess ekki langt að bíða að Norðurríkin yrðu að beygja sig, án þess að það kost- aði þá ofmikla fyrirhöfn ogofmarg- ar hættur. ,,Heima var fögnuðurinn afar- mikill, ekki að eins við konungshirð- ina, heldur einnig meðal allra, sem vildu að nýlendurnar yrðu alveg beygðar undir vald heimalandsins. Ameríkumenn töpuðu orðstýr, og það tap var verra og gat haft verri afieiðingar fyrir þá en það sem þeir höfðu mist af landi, víggirðingum, fallbyssum og piönnum. Ollum niðurlægjandi og lítilsvirðandi ásök- unum um að þá skorti einbeitni og hermenskuhæfileika jafnvel til að verja það, sem þeim væri kærast, er óvinir þeirra höfðu ausið yíir þá, var trúað og þær endurteknar. Þeir sem enn þá báru nokkra virðingu fyrir þeim og höfðu ekki mist alt hlýtt hugarþel til þeirra, gátu ekki, hversu fegnir sem þeir vildu, kom- ist hjá að kannast við að Ameríku- menn hefðu fallið mikið í áliti hjá þeim; sama var einnig með þá, sem höfðu von um að samkomulag gæti komist á á réttindalegum grund- velli, án þess að heiðri og réttmætu stjórnarvaldi væri fórnað á aðra hliö, eða réttindakröfur frjálsra manna yfirgefnar á hina. Það var auðvelt að breiða út þá skoðun, að ófriðnum væri í raun og veru lokið; og að öll frekari mótstaða yrði að eins til þess að gera uppgjafar skil- málana verri. Þannig voru fyrstu áhrifin, sem fregnin um það, að Ameríkumenn hefðu tapað Ticon- deroga og vötnunum, hafði í för með sér“. Viðburðir þessir vöktu eðlilega undrun og ótta meðal Ameríku- manna. En samt sýndu þeir enga tilhneigingu til að gefast upp mitt í þessum slysum. Stjórnir Ný-Eng- lands ríkjanna og sambandsþingið sýndu dugnað og stefnufestu í til- raunum sínúm að reka óvinina af höndum sér. Gates yfirherforingi var sendur til Saratoga til að taka við yfirstjórn hersins, og Washing- ton sendi Arnold, sem var einn af uppáhaldsleiðtogum Ameríkumanna honum til aðstoðar, með hersveitir og fallbyssur frá aöalhernum. Indí- ánalið Burgoynes gerði nú stór- skaða. Hann reyndi af öllum mætti að koma í veg fyrir að Indíánarnir beittu sinni vanalegu grimd, en hann ga^ ekki aftrað því, að þeir fremdu mörg hryðjuverk, sem voru andstyggileg frá mannúðarlegu sjónarmiði og gagnstæð hernaðar- reglum siðaðra manna. Amerísku herforingjarnir sáu um, að fregnir af óhæfuverkum Indíánanna bærust sem víðast; því þeir vissti vel, að þær mundu ekki koma hinum ströngu Ný-Englandbúum til að vanmegnast, heldur tendra hjá þeim ofsareiði. Og slík áhrif höfðu þær. Þó að umhugsunin um hina misk- unnarlausu Indíána, er voru ,,þyrst- ir í blóð manna, kvenna og barna, hinar viltu mannætur, sem kvöldu, drápu, steiktu og átu fórnarlömb hins blóðuga og vilta stríðs“,‘) fylti marga hugaða menn ótta, er þeir litu á konur sínar og börn, systkini 1) Úr ræSu Chathams lávarðar um Indíána í herþjónustu.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.