Syrpa - 01.03.1914, Síða 42
168
SYRPA
erfiðleilcum hafði hann níið í nógar
vistir til þrjíitíu daga. Hann fóryfir
Hudsonána á flotbrú með lið sitt
og hélt áfram nokkurn spöl suður
að vestanverðu. Fjórtánda sept-
ember setti hann tjöld sín á Sara-
toga-hæðum hér um bil sextán míl-
ur frá Albany. Ameríkumenn höfðu
fært sig til baka frá Saratoga og
voru nú búnir að koma sér vel fyrir
nálægt Stillwater, hér um bil miðja
vegu milli Saratoga og Albanj'; og
var auðséð, að þeir ætluðu ekki að
hopa lengra undan brezka hernum.
Meðan þessu fór fram,hafði Howe
lávarður siglt með meginhluta
brezka hersins, sem varíNew York
til Delaware-árinnar, og hafið her-
ferð móti Washington. Hann náði
Philadelphia á sitt vald og varð
ýmislegt fleira ágengt, sem tölu-
vert bar á, en lítið gagn var í. Sir
Henry Ciinton, sem var djarfur og
duglegur herforingi, var skilinn eft-
ir með all-mikið lið í New York; og
tók hann að sér að halda upp Hud-
son ána til að aðstoða Burgoyne.
Clinton varð að bíða eftir liði, sem
honum hafði verið loíað frá Eng-
landi; og kom það ekki fyr en í
september. Þegar liðsafli þessi kom,
lét hann um 3000 af mönnurn sín-
um fara á bátum upp eftir ánni.
Bátarnir voru undir leiðsögn nokk-
urra herskipa, er sjóliðsforingi
Hatham stýrði. Hann reyndi að
brjótast upp eftir ánni, en langur
timi leið þar til hann gat komist í
samband við lið Burgoyne.
Landið milli Saratoga, þar sem
Burgoyne sat, og Stillwater, sem
var aðsetur Ameríkumanna, var ó-
slétt og sundurskorið af lækjum og
vatnsrásum. Eftir mikið erfiði við
vega- og brúagerð gat brezki her-
inn loks haldið áfram. Snörp or-
usta var háð hér um bil fjórar mílur
frá Saratoga milli hægri fylkingar-
arms Breta, undir forystu Burgoyn-
es sjálfs, og öflugs flokks af óvina-
liðinu undir forystu Gates og Arn-
olds. Bardaginn stóð til sólseturs.
Bretar héldu velli; en mannfallið var
hér um bil jafnt á báðar hliðar, milli
fimm og sex hundruð manna. Am-
eríkumönnum óx mikið hugur við
það, að geta veitt viðnám bezta her-
liði Breta. Burgoyne settist aftur
um kyrt og bjó betur um sig með
bráðabyrgðar víggirðingum. Amer-
íkumenn bættu einnig víggirðingar
sínar. Herirnir biðu letigi lítið
lengra en fallbyssuskotvídd hver
frá öðrum; og á meðan beið Burg-
oyne óþolinmóður eftir fréttum af
liðsendingunni, sem honutn hafði
verið lofuð frá New York. Átti hún
samkvæmt fyrstu áætlun að vera
komin í nánd við Albany að sunnan.
Loksins komst sendiboði frá Clinton
með mestu herkjum í herbúðir Burg-
oynes, og færði þær fréttir, að
Clinton væri á leiðinni upp ána og
ætlaði að ráðast á virki Ameríku-
manna, sem bönnuðu leið eftir ánni
til Albany. Burgoyne svaraði 30.
september með því að skora á Clin-
ton, að ráðast á virkin eins fljótt og
hann gæti. Sagði hann, að ef ráð-
ist væri á virkin eða jafnvel látið
sem ráðast ætti á þau, þá nuindi
ameríski herinn færa sig og ekki
hindra lengur ferð sína suður. Með
öðrum sendiboða, sem náði Clinton
5. oktober, sendi Burgoyne þau
skilaboð, að hann væri slitinn úr
öllu sambandi við Kanada, en að
hann hefði vistir, sem nægðu sér til
20. oktober. Hann lét þess gelið,
að hann væri vel settur til varnar,