Syrpa - 01.03.1914, Side 43

Syrpa - 01.03.1914, Side 43
ORUSTAN VIÐ SARATOGA 169 og þó að Ameríkumenn væru einnig vel settir, kvaðst hann mundi geta borið þá ofurliði og lcomist alla leið til Albany; en hann efaðist um að hann gæti haldist við þar sem hann væri, því landið umhverfis væri orð- ið mjög snautt af vistum. Hann óskaði eftir að Clinton mætti sér í Albany og héldi opnum samgöng- um við New Vork. Burgoyne gerði of mikið úr úr- ræðum sínum og snenrma í október lcomst hann að .raun um að erfiðleik- ar og vandræði kreptu að honum íi allar hliðar. Indíánarnir og sjálfboðaliðarnir frá Kanada fóru að strjúka frá hon- um. En aftur á móti efldist lið Gates stöðugt með nýrri viðbót úr varðliði ríkjanna. Hersveit var gerð út í leiðangur frá ameríska hernum til að ná aftur Ticonderoga; gerði hún djarflega tilraun, sem samt sem áður mishepnaðist. Bur- goyne, sem sá að óvinum sínum óx lið og hugrekki með degi hverjum, en vistir hans gengu til þurðar að sama skapi, afréð að ráðast á Ame- ríkumenn og reyna að lcomast til Albany. Ætlaði hann að hrekja ameríska liðið af setustað sínum, eða að rninsta lcosti að losa lið sitt úr kreppunni, sem það var komið í. Liðsafli Burgoynes var orðinn innan við 6000 manna. Herbúðir hægri fylkingararmsins stóðu á hæðum nokkuð upp frá ánni að vestanverðu; og náðu víggirðing- ar hans þaðan niður á árbakk- ann, þannig, að framhlið þeirra lá þverbeint út frá ánni. Varnar- garðar voru bygðir umhverfis her- búðirnar, og á hlið við hægri fylk- ingararminn varreystur hár varnar- garður með gröfum fyrir utan, sem var eins og skeifa í laginu. Þar voru hessnesku hermennirnir undir forystu Breymans ofursta, og mynd- uðu þeir hliðarvörn fyrir herinn. Ameríkumenn voru orðnir liðfleiri en Englendingar jafnvel af æfðum hermönnum; og þó voru varðliðs- fylkingarnar frá ríkjunum og sjálf- boðaliðssveitirnar ennþá fjölmennari Lincoln hershöfðingi hafði komiö í herbúöir Ameríkumanna með 2000 hermenn úr Ný-Englands ríkjunnm 29. september. Gates lét hann stýra hægri armi hersins, en stýrði sjálfur þeim vinstri, sem var myndaður af tveimur stórfylkingum, en hershöfð- ingjarnir Poor og Leonard réðu fyrir, og skotliðssveit undir Morgan ofursta ásamt nokkrum hluta varð- liðsins úr Ný-Engl. ríkjunum. Ame- rísku herbúðirnar höfðu verið vel víggirtar undir yfirumsjón hins fræga pólslca heshöfðingja Kosc- iuslco, sem var sjálfboðaliði í iiði Gates. Hægri armur ameríska liðsins, það er að segja sá hluti þess, sem var næstur ánni var svo sterkur að engin líkindi voru til þess að áhlaup á hann hepnaðist. Burgoyne afréð þess vegna að ráð- ast á þann vinstri. í því skyni myndaði hann fylkingu með 1500 æfðum hermönnum, sem var út- búin með tveimur fallbyssum með tólf punda kúlum, sex með sex punda kúlum og tveinuir minni. Hann stýrði sjálfur fylkingu þess- ari og hafði foringjana Phillips, Reidesel og Frazer sér til aðstoðar. Óvinirnir voru svo sterkir að hann þorði eklci að taka fleiri, frá því að verja herbúðirnar, í áhlaupsfylking- una. Það var 7 oktober sem Burgoyne fyllcti liði þessu til atlögu. Daginn

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.