Syrpa - 01.03.1914, Side 47

Syrpa - 01.03.1914, Side 47
ORUSTAN VIÐ SARATOGA 173 búðirnar var hinn hugrakki herfor- ingi Frazer borinn til moldar; hann dó daginn eftir bardagann. Rétt áður en hann dó, haföi hann óskaS eftir aö vera grafinn þar sem að hann hafði veriö settur í fylkingu í víggirðingunum, sem nú voru yfir- gefnar og lcomnar í skotmál frá fallbyssum Ameríkumanna, sem þeir voru sem óöast að setja í stell- ingar til að miða þeim á lið Bur- goynes. Burgoyne afréði samt sem áður að veröa við síðustu ósk fé- laga síns; og var greftrun hans hin átakanlegasta, sem nokkur hermað- ur hefir fengið. Ennþá hugðnæm- ari er þó frásögnin um ferð frú Ack- lands úr brezku herbúðunum yfir til ameríska hersins eftir orustuna. Hún fór til þess að vera með manni sínum og hjúkra honum; hann hafði særst hættulega og veriÖ skilinn eftir í höndum óvinanna. Ameríski sagnaritarinn Lossing hefir lýst báö- um þessum raunalegu viöburðum stríðsins í þeim anda, sem er höf- undinum og efninu til sæmdar. Eftir að hafa skýrt frá dauöa Fraz- ers 8. oktober, segir hann: ,,það var rétt eftir sólsetur á kyrru októ- ber kveldi, að lík Frazers lierfor- ingja varborið upphæðirni til greftr- unarstaðarins innan við ,stóru víg- girðinguna*. Að eins þeir af ætt- mönnum hans, sem voru í hernum og herpresturir.n, Mr. Brudenell, fylgdu honum til grafar; en augu margra hundraða bæöi úr brezka og ameríska hernum fylgdu hinni alvarlegu líkfylgd, meðan Ameríku- menn, sem ekki vissu hvað þetta var, létu skotin dynja í sífellu á víg- girðingunni. Presturinn, sem lét sér hvergi bregða við hættuna, las hin áhrifamiklu greftrunarorð ensku kirkjunnar, með skýrri rödd, meðan fallbyssukúla, sem kom niður á hæðinni, skvetti mold á hann. Myrkrið, sem nú féll yfir, gerði at- höfnina enn hátíölegri. Alt í einu hætti hin óreglulega skothríð og eitt og eitt skot kvaö við með jöfnu milli- bili um dalinn og bergmálaði frá hæðunum. Það voru skot, sem Ameríkumenn skutu til heiðurs hin- um dána hermanni. Þegar það frétt- ist, að hópurinn innan viö víggirð- inguna væri líkfylgd, sem var að reyna að uppfylla mitt í lífshættu hina síðustu ósk Frazers herforingja var strax gefin út skipun um að hætta að skjóta með kúlum ogsýna hinni látnu hetju viðeigandi heiður. Líkt þessu var ástatt með major Ackland og hina hugprúðu konu hans. Hann tilheyrði hersveitinni sem stóð í broddi fylkingar hjá Burgoyne og var þaulæfður her- rnaður. Kona hans fylgdi honum til Kanada 1776 og þoldi alla erfið- leika, hættur og skort, sem fylgja herferð í óvinalandi, þar til hann fór aftur til Englands,eftir að Burgoyne gafst upp haustiö 1777. í Cham- bly viö Sorel hjúkraði hún honum veikum í kofaræfli; og þegar hann særðist í orustunni við Hubbardton í Vermont, fiýtti hún sér til Henes- borough frá Montrai, þar sem henni hefði verið komið til að bíða, og fastréð að fylgja hernum eftir það. Rétt áður en farið var yfir Hudson- ána, hafði hún og maöur hennar nauöulega sloppiö úr lífsháska, sem orsakaðist af þvi að kviknað haföi í tjaldi þeirra af tilviljun. Meðan hinn hræðilegi bardagi stóð yfir 7. oktober, heyrði hún dyn- inn og skothríðina úr orustunni, sem maðurinn hennar var í; ogþeg-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.