Syrpa - 01.03.1914, Síða 51

Syrpa - 01.03.1914, Síða 51
ORUSTAN VIÐ SARATOGA 177 ritarinn Batta) að lýsafögnuði þeini sem fréttin um þenna atburð, vakti í brjóstum Ameríkumanna. Þeir fóru að gera sér glæsilegustu vonir um enn þá happasælli framtíö. Eng- inn var Iengur í vafa um aö þeir munclu ná fullu frelsi. Allir vonuðu og liöfðu góða og gilda ástæðu til að vona, að Frakkland og önnur ríki í Norðurálfunni, sem biðu eftir að Frakkland gengi á undan, gerðu yfirlýsingu um, að þau væru Amer- íku hlynt, Það gat ekki lengur verið nokkur vafi viðvíkjandi fram- tíðinni, þar sem ekki var lei/gur nokkur hætta at' því að taka að sér málefni þjóðar, sem ekki var fær um að verja sig sjálf“. Sannleikur orða þessara staðfest- ist brátt með framkomu Frakklands. Þegar fréttir komu til Parísar um aö Ticanderoga væri tekið og að Burg- oyne væri á sigurför sinni til ^ilbany — viðburðir sem virtust vera Eng lendingum mjög í vil — voru fyrir- skipanir sendar tafarlaust til Nantz og annara hafna í ríkinu, þess efnis, að engum amerískum skipum með herbúnaði skyldi leyft að koma inn á frakkneskar hafnir, nema til brýn- ustu nauðsynja, svo sem til aðgerða til að taka vistir og leita hælis und- an ofviðrum. Fulltrúar Bandaríkj- anna í París voru svo gramir og vonlausir að þeir nálega hœttu að leita samninga við frakknesku stjórn- ina; og þeir reyndu jafnvel að byrja á samningatilraunum við brezka sendiherrann. En brezka stjórn in, sem var mjög hróðug yfir hin. um fyrstu sigurvinningum Burg- oynes, neitaði að hlusta á nokkur tilboð um málamiðlun. En þegar fregnirnar frá Saratoga bárust til París breyttist alt. Franklín og hinir fulltrúarnir, sem með honum voru, fundu að allir erfiðleikar frá hendi frakknesku stjórnarinnar hurfu. Tími sýndjst ltominn fyrir Bourbon ættina að hefna sín fyrir alla niðurlæginguna og ófarirnar, sem hún hafði þolað í fyrri stríðum. Samningur var gerður í desember undirritaður í febrúar; og viður- ker.di Frakldand neð honum ,, Hin óháðu sameinuðu ríki í Ameríku“. Vitaskuld var það sama og að segja Englandi stríð á hendur. Spánn fylgdi brátt dæmi Frakklands, og áður en leiö á löngu gerði Holland það sama. Ameríkumenn héldu á- fram af lcappi, með aðstoð frakkn- eskra herskipa og hersveita, ófriðn- um við herlið það, sem England hélt áfram að senda vestur yfir Atlantshafið, þrátt fyrir óvini sína í Norðurálfunni. En England átti við ofmikið ofurefii að etja til að gcta haldið ófriðnum áfram um mörg ár. Þegar friðarsamningarnir 1783 færðu heiminum aftur frið, viðurkendi hið fvrra föðurland, en þáverandi óvinur Bandaríkjanna, England, með tregðu sjálfstæði þeirra.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.