Syrpa - 01.03.1914, Síða 54
180
SYRPA
Meðal þeirra mörgu sem við tók-
um til fanga, mátti finna margs
konar menn og misjafna, en sögurn-
ar, sem þeir sögöu af æfintýrum sín-
um, voru margar merkilegar og þess
virði, að þær héldist á lofti.
Eftirfarandi saga var mér sögð
af manni einum, sem eg neyddist
til að handsama ásamt tveimur öðr-
uin við Öldungsá, rétt við fjallsræt-
urnar, hér um bil um 4O mílur fyrir
ofan Fort Macleod. Við náðum af
þessum þremur félögum hér um bil
50 gall. af brennivíni, og nálægt
1200 vísundahúöum, sem voru and-
virðið fyrir brennivín er þeir höfðu
selt Indíánunum. Brennivíns peli,
sem þó var fullur sjöttungur vatns,
var jafngildi góðri visundshuð, sem
selja mátti þá í Boston fyrir 5 dali.
Indíáni hafði flutt okkur þá fregn,
að brennivínsprangarar hefðu stöðv-
ar um 4o mílur norðvestur af oklcur,
og var eg sendur við fimta mann að
handsama þá, og tókst okkur það
fyrirhafnarlítið. Eftir að hafa sett
vörð til að gæta hestanna og fang-
anna og kveikt varðeld, lét eg fé-
laga mína taka á, sig náðir, að verð-
inum undanskildum ; sjálfur gætti
eg eldsins ; mennirnir voru þreyttir
og þurftu hvíldarinnar með.
Einn fanganna, mexíkanskur kyn-
blendingur, bað um leyfi til að sitja
við eldinn, og leyfði eg honum það
með ánægju, því eg bjóst við að
sögur hans mundu verða mér
stundastyttir á þessari þögulu haust-
nótt, og varð eg heldur ekki fyrir
vonbrigðum neinum. Hann byrjaði
með að segja, að mestan hluta ald-
urs síns hefði hann lifað í Mexíkó,
ættlandi sínu, en hann hefði verið
neyddur til að yfirgefa það, vegna
þess að hann hefði lent i hrossa-
þjófnaðar vandræðum. Frá því
hafði hann flækst víða, rnest um
vesturhluta Bandaríkjanna, og átt í
mörgum brösum. Nokkur ár kvaðst
hann hafa dvalið í Montana, og þar
hafði hann heyrt margsinnis sögur
um það, að fyrir norðan landamær-
in, við eina af ánum þar, væru auð-
ugar gullnámur, en að Indíánarnir
sem þar héldi til, væri Svartfætling-
ar (Blackfeet), og svo herskáir og
illir viðureignar, að ómögulegt va3ri
fyrir fáliðaðan hóp að komast þang-
að og hafa. þar viðdvöl, svo nokk-
uru nerni, án þess Iridíánarnir yrði
þess varir, og gengi af þeim dauð-
um.
Samt sem áður bar það til árið
1872, eða tveimur árum áður en
hann var að segja mér söguna, að
maður nokkur varð á vegi hans í
Helena, Montana, sem fullvissaði
hann um, að hann hefði fundiögull
í jörðu fyrir norðan landamærin,
eða þar sem hann hélt aö landamær-
in væru, því landamerkjalínan var
ekki dregin fyr en 1873 og I874.
Hvar gullfundurinn var, vildi mað-
urinn ekki segja, en gull hafði hann
talsvert meðferðis til sannindamerk-
is, er hann haföi grafið áður hann
varð að fiýja á burt undan Indíán-
um.
Mexíkaninn, sem hér segir frá,
hafði fé taisvert milli handa um þær
mundir, hafði hann verið lieppinn í
peningaspili. Sló hann því í félag
viö mann þenna til gull-leita, og
tólcu þeir þriðja manninn í félag við
sig, er þeim var að góðu kunnur og
vissu, að þeir máttu treysta. Keyptu
síðan útbúnað til ferðarinnar, þrjá
vagna, sex eða átta hesta, nægan
vistaforða og skotvopn, og svo
námavinnu verkfæri þau, er nauð-