Syrpa - 01.03.1914, Side 56

Syrpa - 01.03.1914, Side 56
182 SYRPA eftir föngum, lá liann þar milli heims og helju um langan tíma, og þegar viö tólcum hann fastan, var hann langt frá albata. Hann hafði orðið aS skilja eftir aleigu sína, þá hann flýöi frá Indíánunum, jafnvel föt sín ; var hann í nærklæBum sín- um þá hann fanst. Beltiö með gull- inu varð hann að slcilja eftir í kletta- skorunni. Hann sagði mér að aldrei hefði neitt spurst til félaga sinna, og eng- inn kærði sig um að fara að leita þeirra. Mannslífið þótti ekki mik- ils virði á sléttunum á þeim dögum. Ilann dvaldi hjá lcaupmönnunum yfir veturinn, en sagði þeim ekkert um gullið, sem hann hafði fundiö og falið, vonandi að sér mundi síð- ar gefast tækifæri að hverfa á þær stöðvar og hafa uppi á því. Það var ekki fyr en um vorið að hann var ferðafær, en þar sem liann var hestlaus, varð hann að ganga með kaupmönnunum suður til Fort Bentyre. Meðan hann dvaldi þar, reyndi hann á ýmsan hátt að hafa saman peninga, svo hann gæti horf- ið norður aftur, en það kom þá fyr- ir, að hann særði mann í spilaskrer- um, og varð að sitja í fangelsi í heilt ár fyrir bragðið. Hann hafði að eins verið nýlega sloppinn út þegar hann hitti á farandsala þá, er hann var nú í félagi við, og sem við höfðum handtekið. Þeir höfðu tek- ið hann í félag með sér gegn því loforði hans, að hann vísaði þeim á gull, sem hann hafði tjáð þeim að hann vissi hvar væri að finna. Hann sagði mér að innan tveggja mílna frá því sem við nú værum, Væri staðurinn þar sem hann hefði falið gull sitt, og í sögulok, 'því nú að vísa mér á staðinn, ef eg vildi leyfa honum að fiýja. Eg neitaði auðvitað aö verða við þeim tilmæl- um hans, en bað hann að sýna mér um morguninn hvar þeir hefðu haft bækistöð sína, því lofaði hann, vit- andi með sjálfum sér að fjársjóður hans var svo vel falinn, að þó við leituðum hans, myndum við ekki hafa upp á honurn. Um morguninn tókum við saman föggur brennivínssalanna, og lögð- um af stað. Mexíkaninn leiðbeindi okkur að ársprænu, tvær mílur í suður, og benti hann okkur á skála- tóftir hinum megin við hana, og kvað hann þar vera staðinn sem Indíánarnir hefðu ráðist á sig og fé- laga sína, tveim árum áður. Eg tók Mexíkanann og annan mann með mér yfir ána, til að rann- saka þetta nánar, og fundum við þar leyfar af tveimur vögnum hálf- brendum, og við nánari leit fundum við leyfar af brunnu tjaldi og ak- týgjum, og það scm hörmulegast var, hauskúpur og bein tveggja hvítra manna, og gat lítill efi á því leikið, að þar væru hinar jarðnesku leyfar hinna fyrri félaga Mexíkan- ans. Saga Mexíkanans hafði þannig reynst í öllum meginatriöunum sönn, og frásögu hans um gullið ef- aðist eg alls ekki. En við höfðum engan tíma til að fara frekar út í þá sálma. Við söfnuðum manna- beinunum saman, og jörðuðum þau þar á staðnum, og héldum síðan með herfang okkar og fanga til að- alstöðvanna. Urðu þeir fyrir þung- um sektum, eða löngu varðhaldi, greiddu þeir þær ekki. Tveir þeirra ' greiddu sektarféð strax, en Mexí-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.